Ferill 134. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 324  —  134. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um mannanöfn og hjúskaparlögum.

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Barnaverndarstofu, manna­nafnanefnd og sifjalaganefnd.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um mannanöfn, nr. 45/1996, og hjú­skaparlögum, nr. 31/1993. Breytingum þessum er ætlað að færa efni þessara laga til sam­ræmis við hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18 ár með lögræðislögum, nr. 71/1997, og er það í samræmi við tillögur lagaskoðunarnefndar dómsmálaráðherra sem skipuð var vegna hækkunar sjálfræðisaldurs.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Kristján Pálsson og Ögmundur Jónasson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 23. nóv. 1998.Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.


Jóhanna Sigurðardóttir.Hjálmar Jónsson.


Jón Kristjánsson.


Árni R. Árnason.Kristín Halldórsdóttir.