Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 329  —  281. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum um leigubifreiðar, nr. 61/1995.

(Lagt fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998–99.)

1. gr.

    2. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: hafa ekki verið dæmdir til refsivistar eða framið alvar­leg eða ítrekuð brot á reglum um starfsskilyrði greinarinnar; hafi brot verið smávægilegt eða langt er um liðið frá því að brot var framið getur umsækjandi þó öðlast leyfi samkvæmt lög­um þessum.


2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Hér er skilgreint hvaða háttsemi sé þess eðlis að menn hafi fyrirgert rétti sínum til að fá útgefið atvinnuleyfi á leigubifreið. Ákvæði þetta er í samræmi við frumvarp til laga um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum. Að mati ráðuneytisins er eðlilegt að sambærileg ákvæði gildi um alla atvinnubifreiðastjóra.
    Í undantekningartilvikum geta stjórnvöld metið hvort umsækjandi fær útgefið leyfi þótt hann hafi brotið af sér. Vera má að umsækjandi hafi framið afbrot í æsku en bætt ráð sitt, og er þá sanngjarnt að hann eigi þess kost að fá útgefið leyfi samkvæmt lögum þessum.Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting
á lögum um leigubifreiðar, nr. 61/1995.

    Í frumvarpi þessu er gerð breyting á hvaða háttsemi telst þess eðlis að menn hafi fyrirgert rétti sínum til að fá útgefið atvinnuleyfi á leigubifreið. Ekki verður séð að frumvarpið hafi í för með sér breytingu á kostnaði ríkissjóðs verði það óbreytt að lögum.