Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 341  —  290. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um nám í arkitektúr og skipulagsfræði.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hve margir Íslendingar stunda nú nám í arkitektúr og skipulagsfræði og er fjöldi þeirra nægur til þess að eðlileg endurnýjun verði í stéttinni á næstu árum?
     2 .      Telur ráðherra tímabært að hefja kennslu í arkitektúr og skipulagsfræðum hér á landi og þá hvenær?
     3 .      Hvort ætti slíkt nám heima í Háskóla Íslands eða Listaháskólanum?


Skriflegt svar óskast.