Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 348  —  146. mál.
Breytingartillögurvið frv. til leiklistarlaga.

Frá minni hluta menntamálanefndar (SvanJ, GGuðbj).    Við 16. gr.
     1.      Við bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
             Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum til eftirtalinna stofnana: Leikfélags Reykjavíkur, Leikfélags Akureyrar, Bandalags íslenskra leikfélaga, Íslensku óperunnar og Íslenska dansflokksins.
     2.      2. mgr., er verði 3. mgr., orðist svo:
             Menntamálaráðherra skal gera samninga við aðila skv. 1. mgr. Samningar við aðra aðila skulu gerðir að fengnum tillögum leiklistarráðs.