Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 364  —  304. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um bifreiðakaupastyrki til fatlaðra.

Frá Kristjáni Pálssyni.



     1.      Hve há fjárhæð hefur verið veitt árlega í fjárlögum í bifreiðakaupastyrki til fatlaðra árin 1993–98 samkvæmt reglum Tryggingastofnunar ríkisins í samræmi við heimild í lögum um almannatryggingar?
     2.      Hve háir eru þessir styrkir á hvern einstakling og hvernig skiptast þeir eftir fötlun eða aðstæðum árin 1993–98?
     3.      Hve margir hafa sótt um styrk árlega á þessu tímabili og hve margir þeirra hafa fengið úthlutað?
     4.      Hve mörgum hefur verið synjað um styrk þó að þeir hafi fallið undir samþykktar reglur?
     5.      Hvernig hafa úthlutunarreglur breyst frá árinu 1993?
     6.      Eru fyrirhugaðar breytingar á reglum um úthlutun bifreiðakaupastyrkja til fatlaðra, og þá hverjar?


Skriflegt svar óskast.