Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 403  —  109. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um gagnagrunn á heilbrigðissviði.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (SF, LMR, GHall, SP, GÁ, SAÞ).



     1.      Við 3. gr. 7. tölul. orðist svo: Erfðafræðilegar upplýsingar: Hvers kyns upplýsingar sem varða erfanlega eiginleika einstaklings eða erfðamynstur slíkra eiginleika innan hóps skyldra einstaklinga, enn fremur allar upplýsingar sem varða flutning erfðaupplýsinga (erfðavísa) er lúta að eiginleikum sem ákvarða sjúkdóma og heilsu einstaklings og hóps skyldra einstaklinga án tillits til þess hvort unnt er að greina þessa eiginleika eða ekki.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „er einungis heimil“ í 1. mgr. komi: eru einungis heimilar.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra og rekstrarleyfishafa er heimilt að semja um frekari greiðslur í ríkissjóð og skal þeim varið til eflingar heilbrigðisþjónustu, rannsókna og þróunar.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, 6. tölul., svohljóðandi: Starfræksla gagnagrunnsins sé fjárhagslega aðskilin frá annarri starfsemi rekstrarleyfishafa.
                  b.      Síðari málsliður 7. tölul. (er verði 8. tölul.) orðist svo: Upplýsingarnar skulu unnar þannig að þær uppfylli þarfir viðkomandi stofnunar eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanns fyrir samræmt upplýsingakerfi, þarfir sérgreina og þarfir heil­brigðisyfirvalda, sbr. 7. tölul., og að þær nýtist við vísindarannsóknir.
     4.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðsins „grunninn“ í 4. málsl. 2. mgr. komi: gagnagrunninn.
                  b.      5. mgr. orðist svo:
                      Nefndin skal eigi síðar en 1. mars ár hvert skila ráðherra skýrslu um starfrækslu gagnagrunnsins undangengið ár.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðanna „er rekstrarleyfishafa heimilt að fá“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: er heimilt að afhenda rekstrarleyfishafa.
                  b.      Í stað orðanna „Upplýsingar skulu dulkóðaðar“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: Persónuauðkenni skulu dulkóðuð.
                  c.      4. málsl. 2. mgr. orðist svo: Heilsufarsupplýsingar skal flytja í dulkóðuðu formi til að tryggja öryggi þeirra.
                  d.      Orðin „og heilsufarsupplýsinga“ í 6. málsl. 2. mgr. falli brott.
     6.      Við 8. gr. Á eftir orðinu „getur“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: hvenær sem er.
     7.      Við 9. gr. Síðari málsliður 4. mgr. orðist svo: Aðgangur fyrrgreindra vísindamanna er hluti af endurgjaldi rekstrarleyfishafa fyrir aðgang að upplýsingum heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna og skulu þeir einungis greiða kostnaðar­auka leyfishafa við þá gagnaöflun og vinnslu sem þeir óska eftir.
     8.      Við 10. gr. Á eftir fyrri málslið 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Rekstrarleyfishafi skal móta verklag og vinnuferli sem uppfyllir skilyrði tölvunefndar til að tryggja persónuvernd við samtengingu ættfræðiupplýsinga við aðrar upplýsingar í gagna­grunninum. Um samtengingu upplýsinga í gagnagrunninum við aðra gagnagrunna fer samkvæmt ákvæðum laga um skráningu og meðferð persónuuplýsinga.
     9.      Við 12. gr.
                  a.      Í stað orðsins „berast“ í lokamálslið 2. mgr. komi: gerðar eru í.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra skal setja reglugerð um þverfaglega siðanefnd sem meta skal rannsóknir sem gerðar eru innan fyrirtækis rekstrarleyfishafa og fyrirspurnir sem berast. Mat nefndarinnar verður að hafa leitt í ljós að engin vísindaleg eða siðfræðileg sjónarmið mæli gegn framkvæmd rannsókna eða vinnslu fyrirspurna.
     10.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðsins „reglugerða“ í 2. mgr. komi: reglugerðum.
                  b.      Í stað 3. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Dæma má lögaðila til greiðslu sekta vegna brota á lögum þessum eða reglugerð­um settum samkvæmt þeim. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til sakar starfsmanna hans.
                      Lögaðili ber ábyrgð á greiðslu sektar sem starfsmaður hans er dæmdur til að greiða vegna brota á lögum þessum, enda séu brot tengd starfi hans hjá lögaðilanum.
     11.      Við 15. gr. Síðari málsliður 1. mgr. falli brott.
     12.      Við VI. kafla bætist ný grein, 17. gr., með fyrirsögninni Bætur, svohljóðandi:
                  Hafi rekstrarleyfishafi, starfsmaður hans eða sá sem hann hefur falið vinnslu upplýs­inga brotið gegn ákvæðum um vernd persónuupplýsinga í lögum þessum, reglum sem settar eru samkvæmt þeim, eða skilmálum tölvunefndar, skal rekstrarleyfishafi bæta hin­um skráða fjárhagslegt tjón sem hann hefur orðið fyrir af þeim völdum. Rekstraraðila verður þó ekki gert að bæta tjón sem hann sannar að hvorki verður rakið til mistaka né vanrækslu af hans hálfu, starfsmanna hans eða vinnsluaðila.
     13.      Við 17. gr. (er verði 18. gr.). 2. mgr. orðist svo:
                  Ráðherra skal setja reglugerð um starfsemi nefndar um starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði, sbr. 6. gr., um aðgangstakmarkanir skv. 2. mgr. 10. gr. og um starfsemi nefndar um aðgengi að upplýsingum úr gagnagrunni á heilbrigðissviði, sbr. 9. gr.
     14.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Í stað orðanna „4. mgr.“ komi: 3. mgr.