Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 427  —  229. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 60/1997, um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



     Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Pál Gunnar Pálsson og Benedikt Árnason frá viðskiptaráðuneyti og Bjarna Ármannsson, framkvæmdastjóra Fjárfestingar­banka atvinnulífsins hf. Umsagnir um málið bárust frá bankaeftirliti Seðlabankans, Íslands­banka hf., Landsbanka Íslands, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum iðnaðarins, Seðlabanka Íslands, Verslunarráði Íslands og Vinnuveitendasambandi Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að heimiluð verði sala á öllu hlutafé ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Nú þegar hafa verið seld 49% hlutafjár í bankanum í samræmi við núgildandi lagaheimildir.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 3. des. 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Pétur H. Blöndal.


Einar Oddur Kristjánsson.


                        

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Valgerður Sverrisdóttir.


Sólveig Pétursdóttir.