Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 457  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1999.

Frá Ögmundi Jónassyni, Hjörleifi Guttormssyni,


Kristínu Ástgeirsdóttur og Steingrími J. Sigfússyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    Við 08-500 Heilsugæslustöðvar, almennt
    1.11 Lækkun sértekna, óskipt          0,0     250,0     250,0

Greinargerð.


    Lögð er til hækkun til samræmis við áhrif af breytingum á 20. gr. laga um heilbrigðisþjón­ustu og 66. gr. laga um almannatryggingar sem lagðar eru til í frumvarpi sem flutt er af þing­mönnum þingflokks óháðra í þskj. 18. Þar er gert ráð fyrir að ekki verði tekin gjöld fyrir þjónustu heilsugæslunnar við einstaklinga. Auknu framlagi ríkissjóðs er ætlað að koma á móti lækkun sértekna heilsugæslustöðvanna.