Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 491  —  285. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingar­bankanum og hækka útlánaramma vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norður­landa.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bolla Þór Bollason frá fjármálaráðuneyti. Umsögn um málið barst frá Verðbréfaþingi Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að ríkisstjórninni verði veitt heimild til að samþykkja aukningu á hlutafé í Norræna fjárfestingarbankanum til samræmis við samþykkt ráðherranefndar Norðurlanda frá 24. júní sl. Jafnframt er leitað heimildar fyrir ríkisstjórnina til að sam­þykkja hækkun á útlánarömmum bankans vegna fjárfestingarlána til verkefna utan Norður­landa frá 1. janúar 1999. Í 3. gr. frumvarpsins er loks leitað heimildar fyrir ríkisstjórnina til að samþykkja breytingar á samþykktum bankans til samræmis við framangreindar breyt­ingar.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk álitinu.
                             

Alþingi, 11. des. 1998.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.


Einar Oddur Kristjánsson.Svavar Gestsson.


Valgerður Sverrisdóttir.


Sólveig Pétursdóttir.Steingrímur J. Sigfússon.


Gunnlaugur M. Sigmundsson.


Pétur H. Blöndal.