Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 492  —  109. mál.




Tillaga til rökstuddrar dagskrár



í málinu: Frv. til l. um gagnagrunn á heilbrigðissviði.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur, Svavari Gestssyni,


Kristínu Halldórsdóttur og Ögmundi Jónassyni.



    Þar sem fjölmörg atriði mæla gegn afgreiðslu frumvarpsins, meiri hluti heilbrigðis- og trygginganefndar beitti eindæma gerræði við afgreiðslu málsins á fundi sínum eftir 2. umræðu á Alþingi og þar sem málið fékk ekki fullnægjandi umfjöllun í nefnd milli 2. og 3. umræðu gagnstætt því sem heitið var og líkur eru á að lögfesting frumvarpsins leiði til átaka og tjóns í heilbrigðiskerfinu ályktar Alþingi að vísa málinu frá og taka fyrir næsta mál á dagskrá.