Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 507  —  364. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um skipan nefndar til að móta tillögur um sveigjanleg starfslok.

Flm.: Guðmundur Hallvarðsson, Guðjón Guðmundsson, Vilhjálmur Egilsson,


Sólveig Pétursdóttir, Egill Jónsson, Árni M. Mathiesen.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd til að móta tillögur um sveigjanleg starfslok.

Greinargerð.


    Ályktun sama efnis var samþykkt á Alþingi 13. apríl 1989. Þáverandi forsætisráðherra skipaði nefnd 22. apríl 1989 til framgangs málinu. Hún kom saman til fundar 13. júní 1991 og lagði á ráðin um gagnaöflun fyrir nefndarstarfið. Nokkrum gögnum var safnað saman en fundir nefndarinnar urðu ekki fleiri og engu áliti var skilað.
    Flutningsmenn telja mikilvægi málsins ekki síðra nú en þá.