Ferill 336. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 535  —  336. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 23/1989, um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á lögum um ráðstafanir til jöfnunar á náms­kostnaði þannig að réttur til láns úr Lánasjóði íslenskra námsmanna komi ekki í veg fyrir að nemendur á framhaldsskólastigi geti fengið námsstyrki sem veittir eru þeim sem þurfa að stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu. Þar sem úthlutunarreglur LÍN hafa verið rýmk­aðar á síðustu árum hafa margir nemendur misst rétt til námsstyrks samkvæmt lögunum þótt þeir nýti ekki heimild til töku námsláns. Frumvarpið gerir því ráð fyrir bættri stöðu nemenda í framhaldsskólum að þessu leyti.
         Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.


Alþingi, 14. des. 1998.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Svanfríður Jónasdóttir.


Hjálmar Árnason.



Tómas Ingi Olrich.


Kristín Ástgeirsdóttir.


Arnbjörg Sveinsdóttir.



Ólafur Örn Haraldsson.


Guðný Guðbjörnsdóttir.


Árni Johnsen.