Ferill 340. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 545  —  340. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um Útflutningsráð Íslands, nr. 114/1990, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Einar Gunnarsson frá utanríkisráðu­neyti, Árna Pál Árnason héraðsdómslögmann, Benedikt Árnason og Jón Ingimarsson frá Fjárfestingarstofu, Jón Ásbergsson og Pál Sigurjónsson frá Útflutningsráði Íslands, Birgi Ármannsson og Guðjón Rúnarsson frá Verslunarráði Íslands, Stefán Guðjónsson og Hauk Þór Hauksson frá Samtökum verslunarinnar, Svein Hannesson frá Samtökum iðnaðarins, Svein Hjört Hjartarson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Jón Sigurðsson frá Vinnumálasambandinu, Þórarinn V. Þórarinsson frá Vinnuveitendasambandi Íslands og Ágúst H. Elíasson frá Samtökum fiskvinnslustöðva.
    Umsagnir um málið bárust frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum verslunarinnar, Sam­tökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum iðnaðarins, Samtökum íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, Útflutningsráði Íslands, Verslunarráði Íslands og Vinnuveit­endasambandi Íslands.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á tekjustofnum og skipulagi Útflutningsráðs Íslands. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða IV við lög um Útflutningsráð Íslands fellur markaðsgjaldið, helsti tekjustofn ráðsins, niður í lok árs 1998. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að Útflutningsráði verði áfram tryggðar tekjur í formi markaðsgjalds en í stað þess að miða það við 0,015% af veltu fyrirtækja eins og nú er lagt til að það miðist við 0,05% af tryggingagjaldsstofni. Nefndin leggur til breytingu á frumvarpinu um að fyrirtækjum verði heimilt að draga markaðsgjaldið frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn þess myndast. Lagt er til í frumvarpinu að 14% af tekjum af markaðsgjaldi skuli ráðstafað til verkefna í tengslum við vinnu að markaðssetningu á Íslandi fyrir erlenda fjárfesta. Þá er lagt til að skipan stjórn­ar ráðsins verði breytt og komið verði á fót samráðsnefnd Útflutningsráðs sem í sitja fulltrú­ar samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt málsins með svofelldri

BREYTINGU:


    Við 1. tölul. 2. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Markaðsgjald má draga frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn þess myndaðist.

Alþingi, 18. des. 1998.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.


Gunnlaugur M. Sigmundsson.Valgerður Sverrisdóttir.


Pétur H. Blöndal.


Sólveig Pétursdóttir.