Ferill 279. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 559  —  279. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 39/1988, um bifreiðagjald, l. nr. 3/1987, um fjáröflun til vega­gerðar, og l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GMS, SP, VS, PHB, EOK).     1.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, er verði 2. gr., sem orðist svo:
                   Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
                  Greiðendum bifreiðagjalds sem greiddu hærra gjald en 36.200 kr. á 2. gjaldtímabili 1998 skal endurgreiddur mismunurinn á 36.200 kr. og þeirri fjárhæð sem þeir greiddu.
     2.      Á undan 2. gr., í upphafi II. kafla, komi ný grein, er verði 3. gr., sem orðist svo:
                  3. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
                  Bifreiðar erlendra sendisveita, bifreiðar erlendra ræðismanna sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar og námubifreiðar sem eingöngu eru notaðar utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum eru undanþegnar skattskyldu.
     3.      Við 3. gr. er verði 5. gr. Greinin orðist svo:
         Eftirfarandi breytingar verða á B-lið 4. gr. laganna:
       a.      Orðin „tengi- og festivögnum“ í 3. málsl. 1. mgr. falla brott.
       b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal ekki greitt fast árgjald þungaskatts af slökkvibifreiðum sem falla undir vörulið 8705.3009 í viðauka I við tollalög, nr. 55/1987.
       c.      2. mgr. orðast svo:
                      Kílómetragjald bifreiða skv. 1. mgr. þessa stafliðar skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetragjald,
kr.
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetragjald,
kr.
4.000–4.999 6,97 18.000–18.999 13,40
5.000–5.999 7,41 19.000–19.999 14,43
6.000–6.999 8,01 20.000–20.999 15,20
7.000–7.999 8,42 21.000–21.999 16,08
8.000–8.999 8,78 22.000–22.999 17,09
9.000–9.999 9,17 23.000–23.999 17,90
10.000–10.999 9,73 24.000–24.999 18,71
11.000–11.999 10,10 25.000–25.999 19,63
12.000–12.999 11,38 26.000–26.999 20,50
13.000–13.999 12,44 27.000–27.999 21,41
14.000–14.999 10,14 28.000–28.999 22,32
15.000–15.999 10,92 29.000–29.999 23,23
16.000–16.999 11,79 30.000–30.999 24,14
17.000–17.999 12,64 31.000 og yfir 25,05

Prentað upp.

       d.      Á eftir 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                       Kílómetragjald festi- og tengivagna skv. 1. mgr. þessa stafliðar skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetragjald,
kr.
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetragjald,
kr.
6.000–6.999 7,63 19.000–19.999 17,31
7.000–7.999 8,01 20.000–20.999 18,24
8.000–8.999 8,36 21.000–21.999 19,29
9.000–9.999 8,73 22.000–22.999 20,51
10.000–10.999 9,28 23.000–23.999 21,49
11.000–11.999 9,62 24.000–24.999 22,46
12.000–12.999 10,83 25.000–25.999 23,55
13.000–13.999 11,85 26.000–26.999 24,59
14.000–14.999 12,17 27.000–27.999 25,70
15.000–15.999 13,10 28.000–28.999 26,79
16.000–16.999 14,15 29.000–29.999 27,87
17.000–17.999 15,18 30.000–30.999 28,96
18.000–18.999 16,08 31.000 og yfir 30,07

                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er eigendum eða umráðamönnum ökutækja heimilt að velja áður en gjaldár hefst að greiða gjald sem taki mið af áætluðum kílómetrafjölda er sam­svari 95.000 km akstri á gjaldárinu í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Velji eig­andi eða umráðamaður að greiða áætlað kílómetragjald skal hann að auki greiða 100.000 kr. fast árgjald, sbr. 3. málsl. 1. mgr. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein verður ekki breytt vegna viðkomandi ökutækis eftir að gjaldár er hafið.
       e.      Lokamálsliður 3. mgr. fellur brott.
     4.      Við 4. gr. er verði 6. gr.
       a.      Í stað orðanna „skv. 2. mgr.“ í 1. efnismgr. komi: skv. 2. og 3. mgr.
       b.      Lokamálsliður 1. efnismgr. orðist svo: Af bifreiðum, sem eru 4.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, og af eftirvögnum, sem eru 6.000 kg eða meira að leyfðri heildar­þyngd, og nýtt eru í atvinnuskyni skal greiða þungaskatt samkvæmt ákvæðum B-liðar.
     5.      Við 8. gr. er verði 10. gr.
       a.      Í stað orðsins „lokamálslið“ í 2. efnismgr. komi: 3. málsl.
       b.      Við greinina bætist nýr liður, b-liður, ákvæði til bráðabirgða II, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. B-liðar 4. gr. er eigendum eða umráðamönnum ökutækja heimilt að velja að greiða gjald sem taki mið af áætluðum kílómetrafjölda er samsvari 63.333 km á öðru og þriðja gjaldtímabili í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra auk fasts árgjalds skv. 3. málsl. 1. mgr. B-liðar 4. gr. laga þessara. Heimildin skal einungis veitt að mætt hafi verið í álestur á tímabilinu 20. janúar – 10. febrúar 1999 og umsókn borist ríkisskattstjóra fyrir 11. febrúar 1999.
     6.      Við 9. gr. er verði 11. gr.
       a.      Við 1. tölul. 1. efnismgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar sem eru skráðar sem slíkar og einungis notaðar í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna, svo og til aksturs til og frá slíkum atburðum. Skráningarmerki bifreiðanna skulu auðkennd sérstaklega. Ráðherra setur nánari reglur um gerð og útbúnað þeirra, svo og til hvaða atburða akstursheimildin taki. Sé brotið í bága við þær reglur skal vörugjald innheimt að fullu.
       b.      Við 3. tölul. 1. efnismgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Vélsleðar í eigu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem eingöngu eru ætlaðir til útleigu til ferðamanna eða flutnings á þeim.
       c.      4. tölul. 1. efnismgr. orðist svo: Vörugjald af leigubifreiðum til fólksflutninga skal lagt á samkvæmt eftirfarandi töflu miðað við sprengirými aflvélar mælt í rúmsentímetrum:
Sprengirými aflvélar
Flokkur Bensínvélar Dísilvélar Gjald í %
I 0–1.600 0–2.100 10
II 1.601–2.500 2.101–3.000 12
III yfir 2.500 yfir 3.000 17
            Skilyrði lækkunar vörugjalds af leigubifreið eru að kaupandi hennar hafi atvinnuleyfi til leiguaksturs fólksbifreiða og hafi akstur hennar að aðalatvinnu.
       d.      Í stað orðanna „fullt starf í skilningi 4. tölul. greinarinnar“ í 2. efnismgr. komi: fyrirtæki í ferðaþjónustu, sbr. e-lið 3. tölul. 2. mgr., og hvað teljist vera aðalatvinna skv. 4. tölul. 2. mgr.
     7.      Á eftir 9. gr. komi ný grein, er verði 12. gr., og orðist svo:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 4. tölul. 2. mgr. 5. gr. laga þessara skal gjald í % vera 14 fyrir I flokk, 16 fyrir II flokk og 21 fyrir III flokk á árinu 1999.
     8.      Við 10. gr., er verði 13. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999 að undanskildum ákvæðum 3. og 5. gr. sem öðlast gildi 11. febrúar 1999. Gjaldskrár 5. gr. taka gildi strax að loknu fyrsta álestrar­tímabili sem er frá 20. janúar til 10. febrúar 1999, sbr. 2. mgr. B-liðar 7. gr. laga nr. 3/1987. Sé ekki komið með ökutæki til álestrar á réttum tíma skal reikna út meðaltal ek­inna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Af meðaltalsakstri sem samkvæmt þessu hefur átt sér stað eftir lok fyrsta álestrartímabils skal innheimta hið hækkaða gjald.