Ferill 334. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 562  —  334. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Skarphéðinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Arnór Halldórsson frá sjávarútvegsráðuneyti. Málið var ekki sent út til umsagnar.
    Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði til bráðabirgða um að leitað skuli leyfis sjávar­útvegsráðherra til innflutnings á lifandi sjávardýrum verði framlengt til 31. desember 1999. Nefndin leggur til að bætt verði við frumvarpið einni grein til fyllri skýringar á því hvað teljist vera vinnsluskip samkvæmt lögunum. Samkvæmt núgildandi lagaákvæði er kveðið á um að fiskiskip þar sem aðeins fer fram frysting fisks um borð teljist ekki vinnsluskip, án nánari afmörkunar á því hvað falli undir hugtakið frysting fisks. Það er mat nefndarinnar að undir frystingu fisks falli, í skilningi EES-reglna, heilfrysting rækju og frysting á hausskorn­um fiski og því sé rétt að kveða skýrt á um það í skilgreiningunni á hugtakinu vinnsluskip, þ.e. hvaða skip falli ekki undir hana. Fiskiskip sem slíka vinnslu stunda teljast því ekki vinnsluskip í skilningi laganna. Jafnframt leggur nefndin til að samræmd sé hugtakanotkun í lögunum þannig að samheitið vinnsluskip sé notað yfir bæði verksmiðjuskip og þau frysti­skip sem ekki eru sérstaklega undanskilin flokki vinnsluskipa.
    Nefndin mælir með samþykkt málsins með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Á undan 1. gr. komi tvær nýjar greinar sem orðist svo:
       a.      (1. gr.)
                   Lokamálsliður skilgreiningar hugtaksins „Vinnsluskip“ í 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Fiskiskip þar sem aðeins fer fram frysting um borð á heilum eða haus­skornum fiski, heilfrysting rækju eða suða á rækju og skelfiski teljast ekki vinnsluskip í skilningi laga þessara.
       b.      (2. gr.)
                   Eftirfarandi breytingar verða á 22., 26. og 28. gr. laganna:
             a.      Á undan orðunum „afla fiskiskipa“ í 1. mgr. 22. gr. kemur: ferskum.
             b.      Í stað orðanna „verksmiðjuskipum og frystiskipum“ í 3. mgr. 22. gr. kemur og vinnsluskipum.
             c.      Í stað orðanna „vinnsluskipi eða frystiskipi“ í 1. mgr. 26. gr. kemur: eða vinnsluskipi.
             d.      Í stað orðanna „verksmiðjuskipum og frystiskipum“ í 1. mgr. 28. gr. kemur: og vinnsluskipum.





Prentað upp.

     2.      Við 2. gr. er verði 4. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði a-liðar 2. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. apríl 1999.

Alþingi, 18. des. 1998.



Kristinn H. Gunnarsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Einar Oddur Kristjánsson.



Guðmundur Hallvarðsson.


Vilhjálmur Egilsson.


Hjálmar Árnason.



Stefán Guðmundsson.


Lúðvík Bergvinsson.


Svanfríður Jónasdóttir.