Ferill 340. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 576  —  340. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um Útflutningsráð Íslands, nr. 114/1990, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Minni hlutinn treystir sér ekki til að standa að samþykkt frumvarpsins eins og málið ber að. Ljóst er að ekki hefur tekist að ná samkomulagi um framtíðartilhögun og skipulag starf­semi Útflutningsráðs. Minni hlutinn hefði því talið eðlilegra að framlengja lögin um Útflutn­ingsráð sem minnst breytt en að fara út í þær breytingar sem gera á samkvæmt frumvarpinu. Við bætist svo að auka á gjaldtökuna til að mæta kostnaði við rekstur Fjárfestingarstofu. Er tæpast mjög trúverðugt að hækka gjald sem þó er a.m.k. í orði kveðnu ætlunin að leggja af.
    Minni hlutinn mun því sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. des. 1998.Steingrímur J. Sigfússon,


frsm.


Ágúst Einarsson.


Svavar Gestsson.