Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 596  —  321. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um ráðstafnir í ríkisfjármálum á árinu 1999.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Frumvarpið um ráðstafanir í ríkisfjármálum hefur breyst mikið frá því að hliðstæð frum­vörp voru fyrst flutt. Ástæðan er ekki sú að ríkisstjórnin hafi alltaf hætt við að skerða þá tekjustofna sem þar var ætlað að skera niður. Þvert á móti hefur það gerst í sumum tilvikum að skerðingin hefur verið gerð varanleg með öðrum lögum.
    Minni hlutinn mun greiða atkvæði gegn nokkrum greinum þessa frumvarps en sitja hjá við atkvæðagreiðslu um aðrar. Minni hlutinn mótmælir sérstaklega skerðingunni á Fram­kvæmdasjóði fatlaðra þar sem önnur hver króna er tekin af sjóðnum til rekstrar. Ljóst er að þessi niðurskurður hlýtur að hafa stórfelld áhrif á uppbyggingu þjónustustofnana í þágu fatl­aðra á komandi árum og áratugum. Það er ábyrgðarhluti að seinka þjónustuúrræðum við fatl­aða; margir þeirra eru á ungum aldri og það er fráleitt og siðlaust að skerða þjónustumögu­leika við þau börn sem hér um ræðir og síst af öllum mega við aðgerðum af þessu tagi. Þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur.
    Minni hlutinn mun enn fremur greiða atkvæði gegn 1. gr. frumvarpsins, um skerðingu á tekjum af svokölluðum þjóðarbókhlöðuskatti.
    Minni hlutinn bendir á að í tillögum ríkisstjórnarinnar og meiri hluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að hafa að engu álit meiri hluta landbúnaðarnefndar um breytingu á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr. Er álit meiri hluta landbúnaðarnefndar, á því máli sérstaklega, birt sem fylgiskjal með nefndaráliti þessu auk þess sem birt er sem fylgiskjal bréf frá Dýralæknafélagi Íslands um sama efni.
    Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 17. des. 1998.Svavar Gestsson,


frsm.


Ágúst Einarsson.


Steingrímur J. Sigfússon.

Fylgiskjal I.


Umsögn landbúnaðarnefndar
um frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1999.


    Nefndin hefur, sbr. bréf formanns efnahags- og viðskiptanefndar, dags. 11. des. 1998, fjallað um 2. gr. frumvarps til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1999.
    Fékk nefndin á sinn fund við umfjöllun málsins Guðmund Sigþórsson frá landbúnaðar­ráðuneyti og Halldór Runólfsson yfirdýralækni.
    Meiri hluti nefndarinnar (GÁ, GuðjG, MS, ÁMM) telur að í 2. gr. frumvarpsins sé gert ráð fyrir of löngum fresti á gildistöku þeirra ákvæða laga nr. 66/1998, sem þar eru rakin. Telur meiri hlutinn mikilvægt að umrædd ákvæði laganna taki gildi fyrir næstu sláturtíð. Er því að mati meiri hlutans hæfilegt að fresta gildistöku ákvæðanna til 1. júlí 1999.
    Minni hluti nefndarinnar (LB) hafnar því algerlega að gildistöku ákvæðanna verði frestað. Telur hann að hér sé fyrst og fremst um að ræða kjaradeilu og óeðlilegt sé að gripið sé inn í hana með þessum hætti. Þá gagnrýnir hann harðlega slæleg vinnubrögð landbúnaðarráðu­neytis og fjármálaráðuneytis við undirbúning og framkvæmd laga nr. 66/1998.
    Egill Jónsson, Ágúst Einarsson, Sigríður Jóhannesdóttir og Hjálmar Jónsson voru fjar­stödd við afgreiðslu málsins.
              

                                  Alþingi, 14. desember 1998.
                                  F.h. landbúnaðarnefndar

                                  Guðni Ágústsson, formaður.
Fylgiskjal II.


Bréf til efnahags- og viðskiptanefndar frá


Dýralæknafélagi Íslands.


(10. desember 1998.)
Virðingarfyllst,

Eggert Gunnarsson, formaður Dýralæknafélags Íslands.