Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 694  —  421. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um skipan heilbrigðismála á Austurlandi.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.     1.      Hvers konar skipan heilbrigðisþjónustu er fyrirhuguð á Austurlandi á næstunni samkvæmt tillögum og ákvörðunum ráðuneytisins?
     2.      Á hvaða lögum og reglugerðarákvæðum er breytt skipan byggð að því er varðar heilbrigðisþjónustu og starfsfólk (viðkomandi lagaheimildir og reglugerðir óskast birtar með svari)?
     3.      Hver er tilgangurinn með breytingunum og hvaða forsendur hafa verið lagðar til grundvallar þeim?
     4.      Hverjir hafa staðið að samningum um breytta skipan mála af hálfu ráðuneytisins annars vegar og heimamanna hins vegar og hver hefur verið hlutur sveitarstjórna í því sam­bandi?
     5.      Hvernig hafa ákvarðanir verið teknar á einstökum stigum undirbúnings málsins?
     6.      Hvaða athugasemdir komu fram á heimavettvangi á undirbúningsstigi (óskast tilgreindar í einstökum atriðum ásamt þeim sem athugasemd gerði) og hvernig hefur verið brugðist við þeim hverri fyrir sig?
     7.      Sé þarna um tilraunaverkefni að ræða, hversu lengi á það að standa og hver metur niðurstöðu af því?
     8.      Hvernig verður stjórn heilbrigðisþjónustunnar á Austurlandi háttað? Hverjir hafa þegar verið tilnefndir eða skipaðir í stjórnina? Hvernig hljóðar erindisbréf væntanlegrar stjórn­ar?
     9.      Hvernig verður staðið að fjármögnun og skiptingu fjár til heilbrigðisþjónustu á Austurlandi framvegis?
     10.      Liggja fyrir áætlanir um fjárþörf vegna heilbrigðisþjónustu á Austurlandi til næstu ára? Ef svo er, hverjar eru meginforsendur þeirra og niðurstöður, í krónum?
     11.      Hver tekur ákvarðanir um úthlutun fjár til einstakra þátta heilbrigðisþjónustu á svæðinu (einstakra heilsugæsluumdæma, sjúkrahúsa, dvalarheimila o.s.frv.)?
     12.      Hvaða áhrif hafa fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðisþjónustu á svæðinu á réttarstöðu starfsfólks, starfstilhögun og kjör starfsmanna?
     13.      Hver er staða heilbrigðismálaráðs Austurlands eftir breytingarnar?
     14.      Hver er staða heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu Hornafirði í þessari nýskipan?
     15.      Hvaða þáttum er ólokið að mati ráðuneytisins áður en breytt skipan kemst á og hvenær er gert ráð fyrir að hún gangi í gildi?


Skriflegt svar óskast.