Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 703 — 343. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (KHG, ÁRÁ, EOK, HjÁ, VE, GHall, MS).



     1.      Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  2. málsl. 6. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Aflahlutdeild sem stafar af ákvæði til bráðabirgða II í lögum þessum (krókaaflahlutdeild) verður aðeins flutt til báts sem er undir 6 brl. eða 6 brúttótonnum.
     2.      Við 6. gr.
       a.      B-liður orðist svo: Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þegar um er að ræða flutning krókaaflamarks.
       b.      F-liður orðist svo: Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Krókaaflamark verður aðeins flutt til báta sem eru undir 6 brl. eða 6 brúttótonnum.
     3.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Í stað ártalanna „1998/1999“ í 12. mgr. komi: 1999/2000.
     4.      Við ákvæði til bráðabirgða II. Í stað 2. málsl. 5. mgr. komi tveir málsliðir, svohljóðandi: Í flokki báta sem stundað hafa veiðar með þorskaflahámarki skal hlutdeild af ýsu, ufsa og steinbít skiptast í hlutfalli við veiðar hvers báts um sig á þessum árum og skal í þeim samanburði miðað við tvö bestu ár hvers báts af árunum 1996, 1997 og 1998. Við út­reikning þennan skal afli árið 1998 margfaldaður með tveimur.
     5.      Við ákvæði til bráðabirgða III.
       a.      Í stað orðanna „6 brl. eða 6 brúttótonn“ í 2. mgr. komi: 10 brl. eða 10 brúttótonn.
       b.      Í stað hlutsfallstölunnar „15%“ í 2. mgr. komi: 5%.