Ferill 404. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 726  —  404. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur, Gísla S. Einarssonar og Sigríðar Jóhannesdóttur um rekstrarhagræðingu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið 5 millj. kr. framlagi til rekstrarhagræðingar á lið 09-950 í fjárlögum 1998, sundurliðað eftir verkefnum?

    Á árinu 1998 ákvað fjármálaráðherra að ráðstafa 3 millj. kr. af fjárlagalið 09-950 til að standa undir hluta af kostnaði við endurskipulagningu á aðalskrifstofu ráðuneytisins á árun­um 1997 og 1998. Fjármunir þessir voru notaðir til að greiða ráðgjafarfyrirtækinu Forskoti og danska fjármálaráðuneytinu fyrir þjónustu þeirra í tengslum við verkefni þetta.
    Eftirstöðvum liðarins hefur ekki verið ráðstafað.