Ferill 439. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 737  —  439. mál.
Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.     1.      Hversu mörg námskeið hafa verið haldin um jafnréttismál fyrir yfirmenn ríkisstofnana og aðra stjórnendur frá því að áætlunin var samþykkt, sbr. lið 3.2 í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna? Hversu margir hafa sótt þau námskeið, hvaða stofnanir hafa notið þeirra og hver er reynslan af þeim?
     2.      Hvað líður könnun á vægi hlutastarfa, sbr. lið 3.6 í framkvæmdaáætluninni, og hvenær má vænta niðurstöðu úr henni?
     3.      Hefur farið fram úttekt á lánatryggingasjóði kvenna, markmiðum hans og reynslunni af starfseminni, sbr. lið 3.8 í framkvæmdaáætluninni? Ef svo er, hvað hefur sú úttekt leitt í ljós?
     4.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til að draga úr atvinnuleysi kvenna, sbr. lið 3.9 í framkvæmdaáætluninni, og hvað líður gerð skýrslu um atvinnuleysi kvenna, sbr. sama lið?
     5.      Hvaða reynsla er komin af gerð sérstakra vinnuleitaráætlana fyrir konur, sbr. lið 3.10 í framkvæmdaáætluninni?
     6.      Er könnun hafin á aðstæðum erlendra kvenna sem vinna á heimilum landsmanna, sbr. lið 3.11 í framkvæmdaáætluninni? Ef svo er, hvað hefur sú könnun leitt í ljós?
     7.      Er könnun hafin á tengslum atvinnulífs og fjölskyldulífs, sbr. lið 3.12 í framkvæmdaáætluninni? Ef svo er, hvenær er niðurstaðna að vænta?
     8.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til að draga úr kynferðislegri áreitni í framhaldi af könnun Vinnueftirlits ríkisins og sbr. lið 3.15 í framkvæmdaáætluninni?
     9.      Er könnun hafin á því hvort meðferðarúrræði fyrir fíkniefnaneytendur henta jafnt konum og körlum, sbr. lið 3.17 í framkvæmdaáætluninni? Ef svo er, hvenær er niðurstöðu að vænta?
     10.      Er hafin könnun á stöðu jafnréttismála í ráðuneytinu og þeim stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 3.21 í framkvæmdaáætluninni? Ef svo er, hvað hefur sú könnun leitt í ljós?
     11.      Hvað líður gerð áætlana um að jafna stöðu kynjanna í ráðuneytinu og þeim stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 3.21 í framkvæmdaáætluninni? Hversu margar stofnanir sem heyra undir félagsmálaráðuneytið hafa gert slíkar áætlanir og hver er reynslan af þeim?


Skriflegt svar óskast.