Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 740  —  442. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnrétt­ismálum.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



     1.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að tryggja að rannsóknir á lyfjum taki mið af áhrifum þeirra á karla annars vegar og konur hins vegar, sbr. lið 6.1 í framkvæmdaáætl­un ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna?
     2.      Hversu margir karlar sem beitt hafa konur (og/eða börn) ofbeldi hafa leitað sér aðstoðar og notið þeirrar meðferðar sem boðið er upp á, sbr. lið 6.4 í framkvæmdaáætluninni? Hver er reynslan af þeirri meðferð?
     3.      Hvað líður átaki til að auka fræðslu fyrir verðandi feður og fræðslu fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana, sbr. lið 6.5 í framkvæmdaáætluninni?
     4.      Hvað líður úttekt á reglum um vistunarmat með tilliti til kynjanna, sbr. lið 6.7 í framkvæmdaáætluninni?
     5.      Hvaða líður könnun á útreikningi örorkumatsbóta með tilliti til kynjanna, sbr. lið 6.8 í framkvæmdaáætluninni?
     6.      Hvenær hefst herferð gegn reykingum og fíkniefnanotkun sem tekur sérstaklega mið af mismunandi stöðu kynjanna, sbr. lið 6.9 í framkvæmdaáætluninni?
     7.      Hvað líður könnun ráðuneytisins á áhrifum karlmennskuímynda á áhættuhegðun karla, sbr. lið 6.10 í framkvæmdaáætluninni? Hvenær er niðurstaðna að vænta?
     8.      Er hafin úttekt á stöðu jafnréttismála í ráðuneytinu og þeim fjölmörgu stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 6.12 í framkvæmdaáætluninni? Ef svo er, hvað hefur hún leitt í ljós?
     9.      Hvað líður gerð jafnréttisáætlana í ráðuneytinu og stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 6.12 í framkvæmdaáætluninni? Hversu margar stofnanir hafa þegar sett sér slíkar áætlanir og hver er reynslan af þeim?


Skriflegt svar óskast.