Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 743  —  445. mál.
Fyrirspurntil menntamálaráðherra um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.     1.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til að auka fræðslu um jafnrétti kynjanna og til að jafna aðstöðumun þeirra í skólum landsins, sbr. inngang að aðgerðaáætlun menntamála­ráðuneytisins í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að ná fram jafn­rétti kynjanna?
     2.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til að hafa áhrif á mjög svo hefðbundið náms- og starfsval pilta og stúlkna, sbr. lið 9.2 í framkvæmdaáætluninni?
     3.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til að bjóða kennurum og skólastjórnendum upp á aukna fræðslu um jafnrétti kynjanna, sbr. lið 9.3 í framkvæmdaáætluninni?
     4.      Hvað líður rannsókn á stöðu og líðan kynjanna í skólakerfinu, sbr. lið 9.4 í framkvæmdaáætluninni?
     5.      Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir niðurstöðum kannana á íþróttaiðkun stúlkna, sbr. lið 9.5 í framkvæmdaáætluninni?
     6.      Hvað líður aðgerðum til að auka áhuga stúlkna á stærðfræði og raungreinum, sbr. lið 9.7 í framkvæmdaáætluninni?
     7.      Hversu mörg þróunarverkefni sem snerta jafnréttisfræðslu hafa notið styrkja úr þróunarsjóði grunnskóla frá því að sjóðurinn var stofnaður, sbr. lið 9.8 í framkvæmdaáætlun­inni, og hvert verður framhaldið á því starfi?
     8.      Hvað líður athugun á aðgengi kvenna að fjölmiðlum landsins og þeim karl- og kvenímyndum sem þar birtast, sbr. lið 9.11 í framkvæmdaáætluninni?
     9.      Hvað líður áformum um að auka fræðslu til ýmissa hópa um afleiðingar ofbeldis, sbr. lið 9.12 í framkvæmdaáætluninni?
     10.      Er hafin könnun á stöðu jafnréttismála í ráðuneytinu og þeim stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 9.13 í framkvæmdaáætluninni? Ef svo er, hvað hefur hún leitt í ljós?
     11.      Hvaða líður gerð jafnréttisáætlana í ráðuneytinu og þeim stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 9.13 í framkvæmdaáætluninni? Hversu margar stofnanir sem heyra undir ráðuneytið hafa þegar sett sér slíkar áætlanir og hver er reynslan af þeim?


Skriflegt svar óskast.