Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 769 — 403. mál.
Svar
fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur, Gísla S. Einarssonar og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfun óskiptra liða í fjárlögum.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvernig hefur verið varið 240 millj. kr. fjárframlagi á óskiptum lið í fjárlögum 1998, 09-481 6.01 Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum?
Hinn 25. janúar 1999 hafa verið færðar til gjalda samkvæmt heimildagrein fjárlaga 1998 390 millj. kr. Fjárveiting samkvæmt fjárlögum 1998 var 240 millj. kr. en auk þess var veitt til þessara útgjalda 300 millj. kr. í fjáraukalögum 1998. Uppgjöri fyrir árið 1998 er ekki lokið og má því búast við minni háttar breytingum á þessari niðurstöðu.
Heimild | Skýring | Upphæð í millj. kr. |
8,15 |
Styrkir til verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu
|
80,0 |
2.4 |
Sala á Skálholtsstíg 7 og kaup á Laufásvegi 12 fyrir Listasafn Íslands
|
59,0 |
8.14 |
Ráðstöfun söluandvirðis hlutabréfa í Bifreiðaskoðun hf. til framkvæmda
|
40,0 |
8.12 |
Sumarhús á Súðavík
|
27,0 |
7.25 |
Kaup á jörðinni Eystra-Katanes í Hvalfjarðarstrandarhreppi, Borgarfirði
|
25,3 |
7,7 |
Kaup á Laugavegi 164
|
24,0 |
2.24 1998 og 3.98 1997 |
Ráðstöfun söluandvirðis eigna Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
|
18,5 |
4,21 | Innrétting húsnæðis fyrir Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Náttúrustofu
á Neskaupstað
|
12,0 |
2.7 og 2.8 | Sala íbúðarhúsa í Kollafirði þar sem andvirði rennur til greiðslu skulda og
viðhalds eigna Laxeldisstöðvarinnar
|
14,7 |
2.20 |
Ráðstöfun söluandvirðis Þrúðvangs 20, Hellu, til kaupa á nýju húsnæði
|
9,5 |
* |
Húsnæði fyrir fullorðinsfræðslu fatlaðra á Selfossi
|
1,8 |
7.11 |
Lögreglustöð í Ólafsvík
|
5,5 |
7.16 |
Heimavistarhús Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni
|
6,5 |
6.7 og 8.18 |
Afhending Akraborgar til Slysavarnaskóla sjómanna
|
28,1 |
2.9 |
Ráðstöfun söluandvirðis íbúðarhúsa á Hvanneyri
|
30,7 |
4.17 1996 |
Húsnæði Fasteignamats ríksins á Selfossi
|
1,2 |
2.27 |
Ráðstöfun söluandvirðis sendiherrabústaðar í Berlín til bústaðar í Bonn
|
64,4 |
7,1 |
Endurbætur á Lindargötu 9
|
6,2 |
Alls
|
454,4 | |
* Gert með fyrirvara um samþykki Alþingis. |