Ferill 532. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 855  —  532. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu.

Frá Katrínu Fjeldsted.



     1.      Vill ráðherra koma því til leiðar að samið verði við hóp heimilislækna um heilsugæslu fyrir íbúa Heima-, Voga- og Sundahverfis í Reykjavík þar sem engin heilsugæslustöð er nú starfandi?
     2.      Hvernig skiptist kostnaður við heilbrigðisþjónustu í þéttbýli milli:
                  a.      heilsugæslu,
                  b.      sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa og
                  c.      sjúkrahúsþjónustu?
     3.      Hvernig gengur að manna stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni í ljósi þess að mörg hundruð hjúkrunarfræðinga vantar á spítalana?
     4.      Telur ráðherra heimilt að sjúkraliðar á heilsugæslustöð vinni undir stjórn lækna?
     5.      Vill ráðherra beita sér fyrir því að heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa flytjist ásamt tekjustofnum til sveitarfélaga sem eftir því kunna að óska?


Skriflegt svar óskast.