Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 856  —  533. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu í dreifbýli.

Frá Katrínu Fjeldsted.



     1.      Telur ráðherra að til greina komi að afnema núverandi fyrirkomulag H1-stöðva í heilsugæslunni þannig að þær verði hvergi mannaðar með færri en tveimur læknum?
     2.      Telur ráðherra að til frekari aðgerða þurfi að grípa í heilsugæslu í dreifbýli til þess að tryggja að menntaðir heimilislæknar fáist þar til starfa og að þeir haldist í starfi?
     3.      Vill ráðherra stuðla að því að komið verði á fót kennslu á háskólastigi í dreifbýlislækningum, til dæmis á Akureyri?
     4.      Hvernig skiptist kostnaður við heilbrigðisþjónustu í dreifbýli milli:
                  a.      heilsugæslu,
                  b.      sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa og
                  c.      sjúkrahúsþjónustu?


Skriflegt svar óskast.




















Prentað upp.