Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 896  —  224. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 10/1993, um verðbréfasjóði, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 4. gr.
     a.      Í stað orðanna „að gera“ í 1. málsl. 5. efnismgr. komi: að eiga viðskipti með.
     b.      Í stað lokamálsliðar 5. efnismgr. komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur þar sem kveðið er á um heimild verðbréfasjóðs skv. 1. mgr., eða einstakra deilda hans, til að gera eða eiga viðskipti með fjármálalega fram­virka samninga og valréttarsamninga sem ekki eru skráðir á skipulegum verðbréfamark­aði. Í þeim skal m.a. kveðið nánar á um hvers konar samninga um getur verið að ræða og hvaða skilyrði samningsaðilar þurfa að uppfylla. Verðbréfasjóði er ávallt skylt að eiga hæfilegar og nægjanlega verðmætar eignir á móti hugsanlegu hámarkstapi af samn­ingi sem gerður er samkvæmt þessari málsgrein allan þann tíma sem hann er í gildi.