Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 899  —  323. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Lífeyrissjóð bænda.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr.
       a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Ef maki bónda er ekki aðili að búrekstri og á sjálfsagða fulla aðild að öðrum lífeyrissjóði er sjóðstjórn skylt að veita undanþágu frá sjóðsaðild að Lífeyrissjóði bænda óski viðkomandi þess.
       b.      Lokamálsliður 1. mgr. falli brott.
     2.      Við 3. gr.
       a.      1. málsl. 3. mgr. orðist svo: Á greiðsludögum beingreiðslna samkvæmt búvörulögum skal halda eftir af þeim iðgjaldi þeirra sjóðfélaga sem beingreiðslna njóta fyrir það tímabil og skila því til sjóðsins.
       b.      Við 4. mgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Heimilt er sjóðnum að annast sjálfur innheimtu iðgjalda og framlaga skv. 2. mgr., sbr. 3. málsl. 1. mgr., og skal gjalddagi vera tíundi dagur næsta mánaðar eftir launatímabil. Greiði sjóðfélagi ekki iðgjald innan 30 daga frá gjalddaga eða sé það vangreitt skulu reiknast hæstu leyfilegu dráttarvextir samkvæmt auglýsingu Seðlabanka Íslands á þá fjárhæð sem vangoldin er frá gjalddaga til greiðsludags.
       c.      Í stað orðanna „skv. 3. mgr., sbr. 4. mgr.“ í 5. mgr. komi: skv. 3. mgr.
       d.      6. mgr. falli brott.
     3.      Við 4. gr.
       a.      Í stað orðanna „en 6%“ í 1. og 2. mgr. komi: og 6%.
       b.      Orðin „laga þessara“ í 2. mgr. falli brott.
       c.      1. málsl. 4. mgr. orðist svo: Gjalddagi iðgjalda og framlaga skv. 1. og 2. mgr. er tíundi dagur næsta mánaðar eftir launatímabil og eindagi 30 dögum síðar.
     4.      Við 6. gr. Í stað fjárhæðarinnar „51.110“ í 3. mgr. komi: 51.113.
     5.      Við 10. gr. Í stað orðanna „svo og áliti“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: svo og að fengnu áliti.
     6.      Við 13. gr. Í stað fjárhæðarinnar „51.110“ í 1. mgr. komi: 51.113.
     7.      Við 15. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                  Þeim sem fæddir eru 1914 eða fyrr og hafa verið bændur á lögbýlum og átt þar lögheimili skal tryggður ellilífeyrir í samræmi við ákvæði 16. gr., enda eigi þeir að baki a.m.k. tíu ára réttindatíma, sbr. 3. mgr. Vanti mann sem látið hefur af búskap á árunum 1964-69 brot úr ári til að ná fullum tíu árum veldur það þó ekki réttindamissi ef hann hefur látið af búskap á tímabilinu frá fardögum til ársloka og hefði með búskap til loka þess árs náð fullum tíu árum.
       b.      Tilvísunin „c-liðar“ í 1. málsl. 2. mgr. falli brott.
       c.      Í stað orðsins „Sambúð“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: Óvígð sambúð eða staðfest samvist.
     8.      Við 16. gr.
       a.      Í stað tilvísunarinnar „1. mgr. 14. gr.“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: 1. mgr. 13. gr.
       b.      Í stað orðanna „eða sambúð“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: óvígða sambúð eða staðfesta samvist.
       c.      Í stað orðanna „Lífeyrir samkvæmt þessari grein skerðist“ í upphafi 6. mgr. komi: Makalífeyrir samkvæmt þessari grein til þeirra sem ekki hafa náð 75 ára aldri skerðist.
     9.      Við 18. gr. 1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Þeim er nýtur lífeyris skv. 16. gr. og uppfyllir skilyrði 2. mgr. 15. gr. um hjúskap, óvígða sambúð eða staðfesta samvist er skylt að tilkynna stjórn sjóðsins skriflega og án tafar ef maki eða sambúðaraðili fellur frá ellegar hjúskap, óvígðri sambúð eða staðfestri samvist er slitið.
     10.      Við 21. gr. Greinin orðist svo:
             Leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að fjárhagur sjóðsins sé ótryggur og ætla megi að eignir muni ekki duga fyrir heildarskuldbindingum skal stjórn sjóðsins, að höfðu samráði við tryggingafræðing, beita sér fyrir viðeigandi breytingum á lögum og/eða samþykktum sjóðsins, enda finnist ekki aðrar leiðir til að bæta hag sjóðsins.
     11.      Við 23. gr. Í stað orðanna „1. janúar 1999“ komi: 1. júlí 1999.
     12.      Við ákvæði til bráðabirgða.
       a.      3. mgr. orðist svo:
                 Lífeyrir samkvæmt eldri lögum skal eigi verða lægri en hann hefði orðið samkvæmt lögum nr. 50/1984.
       b.      Við bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Ákvæði 1. málsl. 4. mgr. 6. gr. um 25-föld ársiðgjöld sjóðfélaga skal taka gildi 1. janúar 2000. Fyrir árið 1999 skal miða við 24-föld iðgjöld sjóðfélaga.
                  Örorkulífeyrir þeirra örorkulífeyrisþega sjóðsins sem ná 67 ára aldri á tímabilinu frá 1. janúar til 30. júní 1999 fellur niður 1. júlí 1999. Ellilífeyrir þeirra skal úrskurðaður frá 1. júlí 1999 en að öðru leyti í samræmi við ákvæði 10. mgr. 10. gr.