Ferill 579. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 953  —  579. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um verðlagningu sauðfjárafurða og kjör sauðfjárbænda.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvert var skilaverð á dilkakjöti til bænda árin 1995–98?
     2.      Hvernig hefur verð á dilkakjöti til neytenda þróast árin 1995–98?
     3.      Hver var hlutur milliliða í verði dilkakjöts árin 1995–98 og hvernig skiptist sá hlutur milli þeirra innbyrðis, annars vegar á innanlandsmarkaði og hins vegar á erlendum mark­aði?
     4.      Hvaða áform liggja fyrir um fækkun sláturhúsa og mjólkursamlaga og hverjir eru eigendur þeirra, skipt eftir kjördæmum?


Skriflegt svar óskast.