Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 963, 123. löggjafarþing 529. mál: starfsemi kauphalla (yfirtökutilboð o.fl.).
Lög nr. 16 16. mars 1999.

Lög um breytingu á lögum nr. 34/1998, um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða.


1. gr.

     Í stað orðsins „ECU“ í 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: evrum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
  1. 4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Reglur, sem kauphöll setur um opinbera skráningu verðbréfa, skulu uppfylla ákvæði laga þessara og reglugerðar sem ráðherra setur á grundvelli þeirra.
  2. 4. mgr. fellur brott.


3. gr.

     Í stað „33 1/ 3%“ í 4. tölul. 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: 50%.

4. gr.

     Við lögin bætist ný grein, 42. gr., svohljóðandi:
     Í reglugerð er ráðherra heimilt að setja nánari reglur um opinbera skráningu verðbréfa og framkvæmd laga þessara.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 1999.