Ferill 590. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 986  —  590. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.1. gr.

    Á eftir orðinu „einkahlutafélags“ í 2. tölul. 13. gr. laganna kemur: og sjálfseignarstofnana sem stunda atvinnurekstur.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 1999.

Greinargerð.

    Með frumvarpinu er lagt til að innheimt verði sama gjald fyrir skráningu sjálfseignar­stofnana sem stunda atvinnurekstur og fyrir skráningu einkahlutafélaga, eða 75.000 kr.