Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 993  —  260. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, nr. 40/1977, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við 1. gr. Á eftir c-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Farþegaskip sem notuð eru í atvinnuskyni skulu tilkynna sig á fimmtán mínútna fresti.
     2.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
             Ákvæði e-liðar 2. mgr. 1. gr. skal endurskoða fyrir árslok 2000.
     3.      Við 9. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi.