Ferill 324. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 999  —  324. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Lífeyrissjóð sjómanna.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptnefndar (VE, SP, VS, PHB, EOK).



     1.      Við 2. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                 Sjóðfélagar eru allir sem ráðnir eru á íslensk skip, þar með taldir þeir skipverjar sem ekki eru lögskráðir en starfa að viðhaldi og viðgerð skips eða öðrum störfum í þágu útgerðar. Einnig eru sjóðfélagar íslenskir sjómenn sem ráðnir eru á útlend skip sem gerð eru út af íslenskum aðilum.
       b.      Síðari málsliður 6. mgr. orðist svo: Stjórn sjóðsins er heimilt að leyfa íslenskum sjómönnum sem starfa á erlendum skipum í rekstri erlendra aðila að greiða iðgjöld til sjóðsins.
     2.      1. málsl. 3. gr. orðist svo: Stjórn sjóðsins skipa átta menn, tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Sjómannasambandi Íslands, Vél­stjórafélagi Íslands, sem hvert um sig tilnefnir einn stjórnarmann, og Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Vinnuveitendasambandi Íslands, sem hvort um sig tilnefnir tvo stjórnarmenn.
     3.      Við 5. gr.
       a.      Við lokamálslið 2. mgr. bætist: frá gjalddaga til greiðsludags.
       b.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Sé um vanskil að ræða af hálfu útgerðar skal lögskráningarstjóri ekki skrá á hlutað­eigandi skip ef krafa kemur um það frá sjóðnum.
     4.      Við 7. gr. 1. mgr. falli brott.
     5.      Við 8. gr. Í stað síðari málsliðar 3. mgr. komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Við útreikning lífeyris reiknast áunnin stig að fullu. Ef um maka- og örorkulífeyri er að ræða skal reikna að fullu stig þeirra 30 ára sem hagstæðust eru fyrir sjóðfélagann en að hálfu stig annarra ára. Þó skal aldrei miða við færri stig en áunnin eru.
     6.      Við 9. gr.
       a.      Í stað margföldunarstuðulsins „1,472“ í 2. mgr. komi: 1,496.
       b.      Fyrri málsliður 3. mgr. orðist svo: Heimilt er sjóðfélaga sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur og verið lögskráður á íslensk skip eða erlend í útgerð ís­lenskra aðila í 180 daga að meðaltali á ári, þó ekki skemur en 120 daga ár hvert, að hefja töku ellilífeyris þegar hann er fullra 60 ára.
     7.      Við 10. gr. Í stað orðsins „umsækjanda“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: sjóðfélaga.
     8.      Við 11. gr.
       a.      Í stað margföldunarstuðulsins „0,779“ í 1. málsl. 5. mgr. komi: 0,792.
       b.      Í stað orðanna „5. mgr. 10. gr.“ í 2. málsl. 5. mgr. komi: 5. og 6. mgr. 10. gr.
     9.      Við 15. gr. 1. málsl. orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi.
     10.      Við frumvarpið bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Lög þessi falla úr gildi 31. desember 2001. Frá þeim tíma gilda lög nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, svo og samþykktir Lífeyris­sjóðs sjómanna um starfsemi sjóðsins.