Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1001  —  226. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 80/1993, um aðgerðir gegn peningaþvætti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tryggva Axelsson frá viðskiptaráðu­neyti og Martein Másson og Andra Árnason frá Lögmannafélagi Íslands. Umsagnir bárust um málið frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, bankaeftirliti Seðlabanka Íslands, Félagi löggiltra endurskoðenda, Fjármálaeftirlitinu, Lögmannafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sparisjóða, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Seðlabanka Ís­lands, Vátryggingaeftirlitinu, Verðbréfaþingi Íslands og Verslunarráði Íslands.
    Með frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um aðgerðir gegn peninga­þvætti, meðal annars verði gildissvið laganna rýmkað nokkuð. Við undirbúning breytinganna hefur verið stuðst við tillögur FATF-ríkjahópsins sem tekið hefur að sér að hafa forgöngu í aðgerðum gegn peningaþvætti.
    Nefndin leggur til eina efnisbreytingu á frumvarpinu þannig að lágmarksfjárhæð skv. 2. mgr. 3. gr. laganna verði aldrei lægri en sem nemur 15.000 evrum miðað við opinbert við­miðunargengi. Jafnframt verði létt þeirri kvöð af Seðlabanka Íslands að auglýsa fjárhæðar­mörkin sérstaklega á hverju ári og lagt til að 12. gr laganna falli brott. Þá eru lagðar til tvær breytingar á tilvísunum í frumvarpinu með hliðsjón af þeim breytingum sem felast í frum­varpinu og ein orðalagsbreyting. Auk þess er eðli málsins samkvæmt lagt til að ákvæði til bráðabirgða falli brott, en Fjármálaeftirlitið tók yfir starfsemi tilgreindra aðila um síðustu áramót.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með fyrrnefndum breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali.
    Valgerður Sverrisdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu máls­ins.

Alþingi, 4. mars 1999.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.


Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.



Einar Oddur Kristjánsson.


Árni R. Árnason.


Pétur H. Blöndal.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.