Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1008  —  593. mál.




Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.



1. gr.

    Elín Siv Káradóttir, barn í Noregi, f. 17. ágúst 1997 á Indlandi, skal öðlast ríkisborgara­rétt.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Hinn 1. október 1998 tóku gildi breytingar á lögum um ríkisborgararétt, nr. 100/1952. Urðu nokkrar breytingar á skilyrðum um veitingu ríkisborgararéttar en helsta breytingin fólst í því að dómsmálaráðherra var veitt heimild til að veita þeim íslenskan ríkisborgararétt sem uppfylla lögbundin skilyrði. Eftir sem áður getur Alþingi veitt ríkisborgararétt með lögum, sbr. 6. gr. laga nr. 100/1952. Þeim sem ekki uppfylla öll lögbundin skilyrði er gefinn kostur á að senda sérstaka greinargerð til allsherjarnefndar þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir því hvers vegna þeir telja að gera eigi undanþágu í þeirra tilviki. Að þessu sinni bárust 12 slíkar umsóknir til nefndarinnar.
    Nefndin leggur til að ein undanþága verði veitt að þessu sinni. Er þar um að ræða barn sem ættleitt var af íslenskri konu og færeyskum manni á fyrri hluta ársins 1998. Uppfyllir það ekki skilyrði til að fá ríkisfang kjörföður og við ættleiðinguna uppfyllti það ekki heldur skilyrði til að fá ríkisfang kjörmóður. Hefði barnið verið ættleitt eftir 1. október sl., er lögum um íslenskan ríkisborgararétt var breytt, hefði það hins vegar öðlast íslenskt ríkisfang.
    Með hliðsjón af þessu leggur nefndin til að barninu verði veittur íslenskur ríkisborgara­réttur með lögum.