Ferill 471. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1010  —  471. mál.




Breytingartillögur



við frv til l. um breyt. á l. um raforkuver, nr. 60/1981, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar (StG, GuðjG, PHB, MagnM, KF, SAÞ, RA, HjÁ).



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Við 1. efnismgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
                 3.    Jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi við Námafjall (Bjarnarflagsvirkjun) með allt að 40 MW afli.
                  b.      2. efnismgr. orðist svo:
                     Þá er iðnaðarráðherra heimilt að veita Rafmagnsveitum ríkisins í félagi með aðil­um í Skagafirði leyfi til að reisa og reka virkjun Hérðasvatna við Villinganes í Skagafirði (Villinganesvirkjun) með allt að 40 MW afli.
     2.      Við bætist ný grein er verði 2. gr., svohljóðandi:
              Í stað „1. gr.“ í 3. og 4. gr. laganna, er verða 4. og 5. gr., kemur hvarvetna: 1. og 2. gr.
     3.      Við 3. gr. er verður 4. gr. Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við 2. mgr. sömu greinar bætist: Vatnsfellsvirkjun, með allt að 110 MW afli, Búðarhálsvirkjun, með allt að 120 MW afli og Bjarnarflagsvirkjun, með allt að 40 MW afli.