Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1012  —  225. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um Orkusjóð.

Frá iðnaðarnefnd.     1.      Við 2. gr. 4. tölul. 2. mgr. orðist svo: að styrkja sérstök verkefni á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þar með talda fræðslu og upplýsingastarfsemi, svo og hagrænar athuganir í orkumálum og umhverfisathuganir í tengslum við orkurannsóknir.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      4. málsl. 1. mgr. orðist svo: Ráðherra skipar formann úr hópi stjórnarmanna.
                  b.      Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Ráðherra ræður framkvæmdastjóra Orkusjóðs að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins.
     3.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
             Orkuráði er heimilt að semja við aðila sem hafa heimildir til fjárvörslu lögum sam­kvæmt um umsjón og trygga vörslu á fé sjóðsins.
             Framkvæmdastjóri eða aðili sem orkuráð semur við skv. 1. mgr. skal hafa lokið gerð reikninga fyrir Orkusjóð eigi síðar en 1. mars ár hvert fyrir næstliðið ár og hafa afhent þá orkuráði til samþykktar.
             Allur kostnaður við rekstur Orkusjóðs greiðist af tekjum sjóðsins.
     4.      Við frumvarpið bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Nýtt orkuráð skv. 3. gr. skal taka við stjórn Orkusjóðs við gildistöku laganna.