Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1038  —  281. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum um leigubifreiðar, nr. 61/1995.

(Eftir 2. umr., 8. mars.)

1. gr.

     2. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: hafa ekki verið dæmdir til refsivistar eða framið alvarleg eða ítrekuð brot á lögum og reglugerðum sem um starfsgreinina gilda; hafi brot verið smávægilegt eða langt er um liðið frá því að brot var framið getur umsækjandi þó öðlast leyfi samkvæmt lögum þessum.

2. gr.


    Í stað 2. málsl. 5. mgr. 7. gr. laganna koma fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þó er heim­ilt að framlengja atvinnuleyfi til eins árs í senn allt til 75 ára aldurs leyfishafa ef hann telst hæfur til að stunda leiguakstur. Hæfi leyfishafa skal metið á grundvelli árlegrar læknisskoð­unar og hæfnisprófs sem þreyta skal tvisvar sinnum eftir lok 70 ára aldurs leyfishafa. Hæfn­ispróf skal fyrst þreyta við fyrstu framlengingu leyfis og aftur innan þriggja ára frá þeim degi. Nánar skal kveðið á um þessi atriði í reglugerð.


3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.