Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1088  —  601. mál.Skýrslasamgönguráðherra um störf rannsóknarnefndar flugslysa fyrir árið 1998.

(Lögð fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998–99.)Rannsóknarnefnd flugslysa.
    Rannsóknarnefnd flugslysa tók til starfa 28. júní 1996, í samræmi við ný lög nr. 59/1996, um rannsókn flugslysa, en þá var rannsóknardeild Flugmálastjórnar lögð niður, svo og starf­semi flugslysanefndar sem var fyrst skipuð 1968.
    Rannsóknarnefnd flugslysa er sjálfstæð stofnun sem starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöld­um og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum.
    Rannsóknarnefnd flugslysa annast rannsókn allra flugslysa, þar með taldra alvarlegra flugatvika og flugumferðaratvika. Flugslysarannsóknir miða að því einu að koma í veg fyrir flugslys og að auka öryggi í flugi.
    Rannsóknarnefnd flugslysa heyrir stjórnsýslulega undir samgönguráðherra.
    Nefndina skipa fimm menn:
          Skúli Jón Sigurðarson, BA, formaður,
          Þorsteinn Þorsteinsson flugvélaverkfræðingur, varaformaður,
          Björn Þ. Guðmundsson, prófessor í lögum við HÍ,
          Steinar Steinarsson, flugstjóri hjá Flugleiðum hf.,
          Sveinn Björnsson, flugmaður og framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar ehf.
    Þeir Skúli Jón Sigurðarson og Þorsteinn Þorsteinsson eru skipaðir ótímabundið og eru fastir starfsmenn nefndarinnar.
    Hinir þrír nefndarmennirnir eru skipaðir til fjögurra ára í senn. Núgildandi skipun þeirra gildir til 1. júlí 2001.
    Skrifstofa og aðsetur rannsóknarnefndar flugslysa er í leiguhúsnæði á 2. hæð húss Flug­björgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg á Reykjavíkurflugvelli.
    Í fjárlögum fyrir árið 1998 voru 15,4 millj. kr. ætlaðar til starfsemi rannsóknarnefndar flugslysa.
    Fjárlög 1998     15,4 millj. kr.
    Yfirfært frá síðasta ári     - 2,5 millj. kr.
    Heildarkostnaður árið 1998 varð     16,3 millj. kr.
    Neikvæður mismunur, 3,4 millj. kr., færist til næsta árs.
Skýringar:
    Með lögum nr. 59/1996 var rannsóknarnefnd flugslysa gerð að sjálfstæðri stofnun. Hús­næði fyrir starfsemina var tekið á leigu árið 1997 í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar á Reykja­víkurflugvelli.
    Kostnaður við innréttingar húsnæðisins og frágang skrifstofu nefndarinnar, samtals 5,3 millj. kr., var greiddur af fjárveitingum til starfsemi nefndarinnar. Eftirstöðvar í árslok 1997 að fjárhæð 2,5 millj. kr. voru yfirfærðar til ársins 1998.
    Launabreytingar á árinu 1998 urðu aðalorsök þess að kostnaðurinn við starfsemina varð meiri en áætlað var.
    Sótt verður um fjárveitingu í fjáraukalögum fyrir árið 1999 til þess að greiða halla á rekstri nefndarinnar í árslok 1998, að fjárhæð 3,4 millj. kr., sem að mestu leyti er tilkominn vegna innréttingar á húsnæði á árinu 1997.

Yfirlit um flugslys 1998.
    Á árinu 1998 skráði Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) samtals 105 atvik í flugi íslenskra loftfara hérlendis og erlendis svo og í flugi erlendra loftfara um íslenska lögsögu og um ís­lenska flugstjórnarsvæðið. Af þessum atvikum tók RNF 32 til sérstakrar athugunar eða rann­sóknar og 28 þeirra voru flokkuð sem flugslys, alvarleg flugatvik 1 eða flugumferðaratvik og rannsökuð sem slík.
    Eitt dauðaslys varð í flugi á árinu þegar þýsk einkaflugvél með þremur mönnum fórst við Hornafjörð.
    Fjórir Íslendingar slösuðust alvarlega í tveimur flugslysum. Annað slysið varð í einkaflugi þar sem einn maður slasaðist, en hitt varð í þjónustuflugi en þar slösuðust þrír menn. Full­yrða má að hurð hafi oft skollið nærri hælum, en betur farið en á horfðist, svo sem þegar kviknaði í flugvél Landgræðslu ríkisins á flugi austan Selfossflugvallar, en þar um borð voru fimm menn.
    Töluvert eignatjón varð í mörgum tilvikanna. Ein flugvél eyðilagðist í flugslysi á Bakka­flugvelli, en líklegt er að gert verði við önnur íslensk loftför, sem skemmdust í flugslysum og flugatvikum á árinu.
    Allmörg atvikanna vörðuðu erlendar flugvélar. Auk dauðaslyssins sem áður gat um má geta um þýska breiðþotu sem nauðlenti á Keflavíkurflugvelli eftir að eldur kviknaði um borð, bandaríska FH-227 skrúfuþotu sem magalenti á Keflavíkurflugvelli og tveggja hreyfla ítalska einkaþotu sem rann út af flugbraut þar í lendingu. Töluvert tjón varð á FH-227 flug­vélinni sem enn stendur á Keflavíkurflugvelli.
    Þrjár erlendar flugvélar á leið til landsins fórust utan íslenskrar lögsögu. Tvær þeirra fóru í hafið og ein fórst á Grænlandsjökli. Ein flugvél sem keypt hafði verið til landsins en var enn skrásett erlendis fórst í Ermasundi á leið til landsins. Í þessum flugslysum fórust þrír erlendir flugmenn, en einum varð bjargað um borð í íslenskt fiskiskip vestur af landinu.
    Rannsóknarnefnd flugslysa gerði samtals 21 tillögu til úrbóta í öryggismálum í tíu af rannsóknarskýrslum þeim sem hún gerði um flugslys og alvarleg flugatvik á árinu 1998. Til­lögum þessum var öllum beint til Flugmálastjórnar Íslands, nema fjórum sem beint var til flugmálastjórna Bandaríkjanna og Þýskalands. RNF lauk ekki formlegri skýrslugerð fyrir áramótin um eitt flugslys og eitt flugumferðaratvik sem urðu á árinu, en þar verða væntan­lega einnig gerðar tillögur til úrbóta í öryggismálum.
    Bandaríkjamenn og Þjóðverjar brugðust skjótt við tillögum nefndarinnar og í framhaldi af skýrslu RNF var Boeing-flugvélaverkmiðjunum gert að framkvæma tilteknar fyrirbyggj­andi aðgerðir. M.a. var sett sérstök skoðunaráætlun á laggirnar fyrir B-767 flugvélar og tók hún gildi í janúar 1999. Einnig var því beint til Boeing-verksmiðjanna að hanna öryggiskerfi sem taki til viðkomandi vanda og þær hafa samþykkt að gera svo.
    Skv. 7. gr. laga nr. 59/1996, um rannsókn flugslysa, er flugmálayfirvöldum skylt að sjá til þess að úrbótatillögur RNF séu teknar til formlegrar afgreiðslu. Flugmálastjórn vinnur að framkvæmd og afgreiðslu tillagna sem RNF gerði á árinu 1998 og verður gerð grein fyrir þeim, svo og viðbrögðum Flugmálastjórnar, í ársskýrslu RNF sem kemur væntanlega út í apríl 1999. Flestar lúta tillögur þessar að starfsreglum og vinnubrögðum á ýmsum sviðum í flugi. Einnig er þar m.a. bent á að brýnt er að sett verði reglugerð um flugvelli, sbr. 55 gr. eldri laga nr. 34/1964, um loftferðir, og skv. 56. gr. hinna nýju laga nr. 60/1998, um loftferðir.
    Samgönguráðuneytið setti 25. febrúar 1998 nýja reglugerð um tilkynningarskyldu flug­slysa og flugatvika.

Töflur um flugslys, alvarleg flugatvik og flugumferðaratvik. 2

Flugslys og alvarleg flugatvik á íslenskum loftförum árin 1994–98.

Manntjón og meiðsli flokkuð eftir tegund flugstarfsemi og gerð loftfara.


Fjöldi slysa og atvika Fjöldi fólks um borð í loftfari Utan
loftfars
Þungi Gerð loftfars Látnir Meiddir Ómeiddir
TEGUND
FLUG-
STARFSEMI


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Atvinnuflug:
Áætlunarflug 5 0 5 0 0 0 0 0 0 0 0 0 17 284 0 0 301
Leiguflug 6 0 6 0 0 0 0 0 0 0 0 0 59 1611 0 0 1670
Þjónustuflug - 1 1 0 0 0 0 0 0 1 2 0 0 0 0 0 3
Verkflug 1 1 1 0 1 0 0 0 0 0 0 0 4 5 0 0 9
Samtals:
1998
12 2 13 0 1 0 0 0 0 1 2 0 80 1900 0 0 1983
1997
8 3 10 0 1 0 1 0 0 1 0 0 50 367 0 0 419
1996
5 2 7 0 0 0 0 0 0 0 0 0 54 161 0 0 215
1995
1 1 2 0 0 0 1 0 0 0 0 0 10 42 0 0 53
1994
1 2 2 0 1 0 0 0 0 0 1 0 8 80 0 0 89
Almennt flug (Ekki atvinnuflug):
Einkaflug 0 7 7 0 0 0 0 0 0 0 0 0 7 3 0 1 11
Kennsluflug 0 2 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 1 0 0 3
Svifflug 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Annað flug 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Samtals:
1998
0 9 9 0 0 0 0 0 0 0 0 0 9 4 0 1 14
1997
0 9 9 0 0 0 1 1 0 1 0 0 8 2 0 0 13
1996
0 11 11 0 0 0 0 0 0 0 0 0 11 12 0 0 23
1995
0 11 9 2 0 0 2 2 0 0 0 0 8 2 0 0 14
1994
0 9 6 3 0 0 1 1 0 0 2 0 8 13 0 0 25
Allt flug
Samtals:
1998
12 11 22 0 1 0 0 0 0 1 2 0 89 1904 0 1 1997
1997
8 12 19 0 1 0 2 1 0 2 0 0 58 369 0 0 432
1996
5 13 18 0 0 0 0 0 0 0 0 0 65 173 0 0 238
1995
1 12 11 2 0 0 3 2 0 0 0 0 15 44 0 0 64
1994
1 11 8 3 1 0 1 1 0 0 3 0 16 93 0 0 114

Flugslys og alvarleg flugatvik í íslenskum loftförum árin 1994–98.

Flokkuð eftir áfanga flugslóðar og flugstarfsemi.

Reglur Þungi Flugstarfsemi Flokkar


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Atvinnuflug Almennt flug


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.ÁFANGI
FLUG-
SLÓÐAR


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Akstur á jörðu
eða kyrrstæð

3

0

3

0

0

2

1

0

0

0

0

0

0

3

0

0

0
Flugtaksbrun 0 2 0 0 2 0 0 0 0 0 2 0 0 2 0 0 0
Fyrsta klifur 2 1 2 0 1 0 2 1 0 0 0 0 0 3 0 0 0
Farflug 4 4 5 0 3 1 3 0 2 0 1 1 0 7 1 0 0
Lækkun 1 0 1 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0
Byrjunaraðflug 1 0 1 1 0 1 1 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0
Biðflug 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Lokaaðflug 0 1 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0 2 2 0 0 0
Lendingarbrun 0 2 0 0 2 0 0 0 0 0 1 1 0 2 0 0 0
Annað/flugæfingar 0 1 0 0 1 0 0 0 0 0 1 0 0 1 0 0 0
Samtals:
1998
11 11 12 1 11 5 7 1 2 0 5 2 2 23 1 0 0
1997
6 14 7 3 10 3 2 3 3 0 7 2 0 19 1 0 0
1996
4 14 5 2 11 2 3 2 0 0 11 0 0 18 0 0 0
1995
1 12 1 0 12 1 0 0 0 1 5 4 2 11 0 2 0
1994
1 11 1 0 11 1 0 1 1 0 5 1 1 8 1 3 0
Skipting í %:
1998
50 50 50 4 46 25 25 4 8 0 20 9 9 96 4 0 0
1997
30 70 35 15 50 15 10 15 15 0 35 10 0 5 5 0 0
1996
22 78 28 11 61 11 17 11 0 0 61 0 0 0 0 0 0
1995
8 92 8 0 92 8 0 0 0 8 38 31 15 0 0 15 0
1994
8 92 8 0 92 10 0 10 10 0 50 10 10 8 8 25 0

Yfirlit um dauðaslys í íslenskum loftförum frá upphafi.

Nr. Dags. Ár Skrásetn. Tegund Málsatvik í stuttu máli Látnir
01. 27.06.20 H-2545 Avro-504K Barn hljóp fyrir einkaflugvél sem var í flugtaksbruni í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 001
02. 14.04.42 TF-ÖRN Waco-YKS-7 Í þjónustuflugi sneri flugmaðurinn við eftir að hreyf­illinn missti afl í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli og reyndi að lenda aftur. 002
03. 13.03.47 TF-RVI Grumman JRF-6B Áætlunarflugvél fórst í flugtaki af Hvammsfirði við Búðardal. 004
04. 29.05.47 TF-ISI Douglas C-47A Áætlunarflugvél frá Reykjavík til Akureyrar í sjón­flugi inn á Eyjafjörð flaug á Hestfjall í Héðinsfirði austan Siglufjarðar. 025
05. 30.05.47 TF-KAT Luscombe 8A Kennsluflugvél stakkst til jarðar í æfingaflugi við Varmadal á Kjalarnesi. 002
06. 07.03.48 TF-RVL Avro Anson V Áætlunarflugvél flaug á Norðurhálsa við Skálafell á Hellisheiði er flugmaður var að snúa við í sjónflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. 004
07. 27.03.48 TF-SAD Pratt&Reed Æfingasviffluga stakkst í húsþak eftir að togvír slitn­aði íflugtaki og flugmaðurinn reyndi að snúa við og lenda aftur. 002
08. 31.01.51 TF-ISG Douglas C-47A Áætlunarflugvél í aðflugi um radíóvita á Álftanesi til Reykjavíkurflugvallar flaug í sjóinn út af Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. 020
09. 11.05.51 TF-RPM Airspeed Consul Einkaflugvél í ferjuflugi til Íslands flaug á heiðar­drag í sjónflugi yfir hálendi Skotlands. 003
10. 05.03.52 TF-KOS Piper J-3 Einkaflugvél í lágflugi flaug á símastaur við Sand­skeið. 001
11. 12.02.56 TF-KAM Fleet Finch Einkaflugvél í sjónflugi frá Akureyri til Reykjavíkur spann til jarðar á Holtavörðuheiði. 001
12. 29.03.58 TF-BOB Cessna 172 Einkaflugvél í sjónflugi frá Reykjavík til Akureyrar flaug í jörð við Heiðarfjall á Öxnadalsheiði þegar flugmaður var að snúa við. 004
13. 04.01.59 TF-HMH Cessna 180 Þjónustuflugvél flaug í jörðina í Bíldsárskarði á Vaðlaheiði. Var í sjónflugi til Akureyrar eftir að hafa snúið frá í sjónflugi frá Akureyri að Laugaskóla í Reykjadal. 004
14. 24.04.59 TF-EVE Cessna 180 Sjúkraflugvél í sjónflugi norðan úr Skagafirði til Reykjavíkur flaug í jörðina í Sátudal á Snæfellsnesi. 003
15. 16.05.62 TF-KAG Piper J-3 Einkaflugvél í æfingaflugi flugnema spann í jörðu nálægt Korpúlfsstöðum í Mosfellsbæ. 001
16. 18.03.63 TF-AID PA-23-150 Atvinnuflugvél varð að nauðlenda í hafi vestan Grænlands vegna ísingar. Var í ferjuflugi frá Banda­ríkjunum til Íslands. 002
17. 14.04.63 TF-ISU Vickers V-759 Áætlunarflugvél steyptist til jarðar á lokastefnu í að­flugi að Fornebuflugvelli við Ósló. 012
18. 13.08.64 TF-AIH Cessna 140 Kennsluflugvél í sjónflugi fráVestmannaeyjum til Reykjavíkur, flaug á fjallið Litla Meitil við Þrengsl­in. 001
19. 18.01.66 TF-AIS Beech C-45H Sjúkraflugvél í aðflugi um nótt til Norðfjarðarflug­vallar hafnaði í sjónum út af Norðfirði. 002
20. 03.05.67 TF-AIO Douglas C-47A Vöruflutningaflugvél í sjónaðflugi að flugvellinum á Heimaey flaug á Kervíkurfjall við Stakkabót. 003
21. 31.05.67 TF-AIJ Piper PA-28-150 Kennsluflugvél flaug í sjóinn í lágflugi kringum bát undan Gufunesi við Reykjavík. 001
22. 31.07.67 TF-FLC Cessna 172 Farþegi hljóp í loftskrúfu einkaflugvélar fyrir flugtak af Reykjavíkurflugvelli. 001
23. 03.10.67 TF-BGI Piper PA-22-160 Einkaflugvél í sjónflugi frá Húsavíkurflugvelli til Reykjavíkur týndist yfir sjó. 001
24. 19.02.68 TF-DGD Piper PA-30 Kennsluflugvél spann til jarðar á Reykjavíkurflug­velli eftir að bilun varð í loftskrúfu annars hreyfils­ins. 002
25. 15.07.68 TF-DGF Piper PA-28-150 Einkaflugvél í sjónflugi frá Reykjavík til Ísafjarðar spann til jarðar á Brunnhæð við Látrabjarg. 004
26. 26.09.70 TF-FIL Fokker F-27-300 Áætlunarflugvél í aðflugi til flugvallarins á Vogey flaug á fjall á eyjunni Myggenes í Færeyjum. 008
27. 02.12.70 TF-LLG Canadair CL-44J Vöruflutningaflugvél í aðflugi til flugvallarins við Dacca í Austur-Pakistan (Bangla Desh) stakkst til jarðar í aðfluginu. 004
28. 30.07.71 TF-JEL Cessna 150 Einkaflugvél spann til jarðar og fórst, í lágflugi við hús í Vogum á Vatnsleysuströnd. 001
29. 11.11.71 TF-LLJ Canadair CL-44D4 Dráttarvél var ekið í loftskrúfu hreyfils vöruflutn­ingaflugvélar á flugvellinum í Lúxemborg. Ökumað­ur dráttarvélarinnar lést. 001
30. 19.03.72 TF-SAN Vasama Æfingasviffluga ofreis og stakkst til jarðar úr lítilli hæð eftir að togvír slitnaði í flugtaki af Sandskeiðs­flugvelli. 001
31. 04.06.72 TF-REH BN-2A Islander Farþegi í þjónustuflugi gekk í loftskrúfuna þegar flugvélin var að stöðva eftir lendingu á Akranesflug­velli. 001
32. 26.03.73 TF-VOR Beech D-50B Þjónustuflugvél í blindflugi frá Akureyri til Reykja­víkur brotlenti í Búrfjöllum norðan Langjökuls eftir að báðir hreyflar hennar stöðvuðust í mikilli ísingu. 005
33. 15.07.73 TF-REA Mooney M-20E Einkaflugvél í sjónflugi frá Reykjavík til Þórshafnar flaug á fjallsbrún í Snjófjöllum við Holtavörðuheiði. 004
34. 06.05.74 TF-OAE Douglas DC-6B Vöruflutningaflugvél flaug í jörðina í lokaaðflugi við flugvöllinn í Nürnberg í Þýskalandi. 003
35 02.06.74 TF-JOI Beech B-23 Einkaflugvél í sjónflugi frá Stykkishólmi til Reykja­víkur flaug í jörðina er flugmaðurinn var að snúa við í Svínadal í Dölum. 004
36. 17.01.75 TF-LKH Sikorsky S-55 Þyrla í þjónustuflugi í sjónflugi frá Reykjavík að Vegamótum á Snæfellsnesi féll til jarðar við Hjarðarnes í Hvalfirði. 007
37. 25.04.77 TF-AGN Hughes H-269 Einkaþyrla í sjónflugi frá Reykjavík austur á Síðu flaug í snjó við Bláfell á Mælifellssandi. Flugmaður og farþegi urðu úti. 002
38. 12.08.78 TF-FKI Cessna 180 Fallhlífarstökkvari beið bana í lendingu við Mel­gerðisflugvöll. 001
39. 15.11.78 TF-FLA Douglas DC-8-63 Leiguflugvél fórst í lokaaðflugi að flugvellinum í Colombo á Sri Lanka. 183
40. 8.11.79 TF-FIA Citabria 7GCBC Einkaflugvél í lágflugi við Sigmundarstaði í Þverár­hlíð í Borgarfirði flaug á raflínu og stakkst til jarðar. 002
41. 17.02.80 TF-REB Piper PA-18-150 Einkaflugvél ofreis í klifri og stakkst til jarðar eftir flugtak af flugvellinum við Húsafell. 001
42. 22.09.80 TF-RTO BN-2A Islander Áætlunarflugvél í sjónflugi frá Þórshöfn til Egils­staða flaug á fjallshlíð í Smjörfjöllum. 004
43. 27.05.81 TF-ROM Rockwell 114A Einkaflugvél í sjónflugi frá Reykjavík til Akureyrar stakkst stjórnlaust til jarðar við Þverárvötn á Tví­dægru. 004
44. 04.10.81 TF-OSP Rallye-100 Einkaflugvél brotlenti í snertilendingaræfingu á Helluflugvelli. 001
45. 05.07.82 TF-TUR Cessna 210 Farþegi gekk í skrúfu flugvélar eftir lendingu á Sandskeiði. 001
46. 20.07.82 TF-FHJ Piper 23-250 Þjónustuflugvél í blindaðflugi til Reykjavíkurflug­vallar, flaug á Kistufell í Esju. 005
47. 26.10.82 TF-MAO Piper PA-23-180 Einkaflugvél í sjónflugi frá Suðureyri til Ísafjarðar týndist í hafi undan Arnarfirði. 001
48. 25.04.83 TF-FLD Cessna 150 Einkaflugvél stakkst í sjóinn við flugvöllinn á Háls­nesflugvelli í Hvalfirði. 002
49. 12.07.83 TF-JME DHC-6 Fallhlífarstökkvari beið bana í lendingu í klettum í Grímsey. 001
50. 22.10.83 TF-FHL MU-2B-36 Farþegi í þjónustuflugi hljóp í loftskrúfuna eftir lendingu á Reykjavíkurflugvelli.
51. 08.11.83 TF-RAN Sikorsky S-76A Landhelgisgæsluþyrla af varðskipi í Jökulfjörðum fórst í æfingaflugi um nótt. 004
52 06.10.84 TF-ELS Cessna 172P Fallhlífarstökkvari beið bana í lendingu við Akur­eyrarflugvöll. 001
53. 31.01.86 TF-ZEN Zenith CH-200 Einkaflugvél í sjónflugi við skíðasvæðið í Bláfjöll­um flaug stjórnlítið í fjallshlíð. 002
54. 05.04.86 TF-ORM Piper PA-23-250 Þjónustuflugvél í blindflugi frá Ísafirði til Reykja­víkur, flaug á fjallshlíð í Ljósufjöllum á Snæfells­nesi. 005
55. 17.06.86 TF-MOL Maule M-5-235 Einkaflugvél spann til jarðar í aðflugsbeygju við Flúðaflugvöll. 001
56. 31.01.87 TF-ORN Piper PA-31-350 Atvinnuflugvél í sjónaðflugi til Ísafjarðarflugvallar um nótt eftir ferjuflug frá Akureyri hafnaði í sjónum undan Arnarnesi. 001
57. 23.07.87 TF-PRT Piper PA-28R-180 Einkaflugvél spann til jarðar við Röðul sunnan Blönduóss, rétt eftir flugtak fyrir sjónflug frá Blönduósi til Reykjavíkur. 004
58. 30.07.89 TF-TEE Cessna 150 Einkaflugvél spann til jarðar úr lágflugi yfir fólk í heyskap við Torfastaði í Biskupstungum. 001
59. 16.07.90 TF-BIO Piper PA-28-161 Einkaflugvél í lágflugi inn í Ásbyrgi í Kelduhverfi flaug á raflínu og stakkst til jarðar. 001
60. 13.10.90 TF-ELU Piper PA-34-200T Einkaflugvél stakkst í Skerjafjörð á lokastefnu til lendingar á Reykjavíkurflugvelli eftir að báðir hreyflarnir misstu afl. 001
61. 03.12.90 TF-TIU Cessna 172 Einkaflugvél í sjónflugi var flogið bratt í jörðina á Mosfellsheiði. 001
62. 23.12.90 TF-SBH Ka-6 Æfingasviffluga stakkst til jarðar á Melgerðismelum, eftir að annar vængurinn brotnaði af henni í flugæf­ingu. 001
63. 03.07.92 TF-IVI Cessna 177RG Einkaflugvél í sjónflugi frá Þórsmörk til Reykjavíkur flaug í hraunbreiðu í Mundahrauni sunnan Heklu. 001
64. 07.08.93 TF-ONI Monnet Moni Mótorsviffluga steyptist stjórnlaus til jarðar í æf­ingaflugi við Sandskeiðsflugvöll. 001
65. 17.11.93 TF-ELA Do-227-204K Hlaðmaður gekk í skrúfu þjónustuflugvélar fyrir flug frá Reykjavíkurflugvelli. 001
66. 28.08.94 TF-EGE Cessna R172K. Einkaflugvél spann í sjóinn í lágflugi við Borgarnes. 002
67. 30.06.95 TF-VEN Partenavia P-68C Atvinnuflugvél í sjónflugi frá Reykjavík til Selfoss­flugvallar flaug á fjallið Geitahlíð sunnan Hafra­vatns. 001
68. 08.07.95 TF-SBM Mistral-C Æfingasviffluga ofreis og stakkst til jarðar í upphafi flugtaks eftir að togvír losnaði frá henni. 001
69. 14.09.95 TF-ELS Cessna 172P Einkaflugvél í klifri inn Glerárdal, í sjónflugi frá Akureyri til Reykjavíkur, flaug á hlíð Tröllatinds við Bægisárjökul. 003
70. 05.04.97 TF-CCP Yak-52 Einkaflugvél spann í sjóinn í æfingaflugi undan Straumsvík. 002
71. 14.09.97 TF-HHD Agusta Bell-206BII Þyrla í þjónustuflugi valt á hliðina í flugtaki við Nóntind við Hamarsfjörð í Suður-Múlasýslu. 001
Neðanmálsgrein: 1
    1 Alvarlegt flugatvik: Atvik sem innifelur kringumstæður, sem benda til þess að legið hafi við flugslysi.
Neðanmálsgrein: 2
    2 Alvarleg flugatvik eru talin hér með frá 1995 og flugumferðaratvik frá 1997.