Ferill 484. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1093  —  484. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um landshlutabundin skógræktarverkefni.

Frá landbúnaðarnefnd.     1.      Við 1. gr. Orðin „treysta með því byggð og fjárfesta í nýrri auðlind sem efla mun atvinnulíf í framtíðinni“ falli brott.
     2.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „þriggja“ og „tveggja“ í 1. málsl. komi: fjögurra.
                  b.      Í stað orðanna „og sá þriðji“ í 2. málsl. komi: sá þriðji skipaður af skógræktarfélögum á viðkomandi svæði og sá fjórði.
     3.      Við 10. gr. Orðin „og stofnað er til skv. 8. gr. laga um skógrækt og skógvernd“ falli brott.
     4.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þar til endurskoðun laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, er lokið, sbr. fyrra bráðabirgðaákvæði laga nr. 63/1993, skal landbúnaðarráðherra láta fara fram mat á um­hverfisáhrifum landshlutaáætlunar áður en stofnað er til landshlutaverkefna.