Ferill 528. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1112  —  528. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um náttúruvernd.

Frá umhverfisnefnd.     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðsins „náttúru“ í 1. mgr. komi: umhverfis.
                  b.      Á undan orðunum „nýtingu auðlinda“ í 3. mgr. komi: vernd og.
     2.      Við 2. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Lög þessi gilda á íslensku landi og í landhelgi og efnahagslögsögu, sbr. 1. og 3. gr. laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, nr. 41/1979.
     3.      Við 3. gr. Á eftir orðinu „áburðargjöf“ í 7. tölul. komi: land í skógrækt.
     4.      Við 4. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Við mótun stefnu í náttúruvernd og framkvæmdir og fræðslu á því sviði skal ráðherra hafa samráð við hlutaðeigandi aðila, stofnanir og félagasamtök eftir því sem við á hverju sinni.
     5.      Við 6. gr.
                  a.      C-liður orðist svo: eftirlit með umferð og umgengni á svæðum í óbyggðum í samvinnu við önnur stjórnvöld.
                  b.      Í stað orðanna „útgáfu náttúruminjaskrár“ í k-lið komi: skráningar náttúruminja og útgáfu náttúruminjaskrár.
     6.      Við 7. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Náttúruvernd ríkisins er heimilt að fela náttúrustofum, náttúruverndarnefndum, sbr. 11. gr., einstaklingum og lögaðilum að annast al­mennt eftirlit með náttúru landsins.
     7.      Við 8. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Náttúruverndarráð skal starfrækja skrifstofu með a.m.k. einum fastráðnum starfsmanni.
     8.      Við 10. gr. 2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Á náttúruverndarþingi skulu m.a. eiga sæti Náttúruverndarráð og fulltrúar náttúrustofa, náttúruverndarnefnda, hagsmunaaðila, náttúru­verndar- og útivistarsamtaka og annarra aðila sem vinna að náttúruvernd, svo og for­stjórar stofnana á sviði náttúrufræða.
     9.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað 4. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sveitarstjórnir greiða kostnað sem hlýst af störfum náttúruverndarnefnda nema öðruvísi sé ákveðið. Til­kynnt skal eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar til Náttúruverndar ríkisins um kjör í náttúruverndarnefndir.
                  b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Náttúruverndarnefndir skulu veita Náttúruvernd ríkisins yfirlit yfir störf sín með skýrslu í lok hvers árs.
     10.      Við 13. gr.
                  a.      Greinin orðist svo:
                               Á ferð sinni um landið skulu menn sýna landeiganda og öðrum rétthöfum lands fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, og fylgja leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum varðandi ferð og umgengni um landið.
                     Fara skal eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og vegum eftir því sem auðið er, hlífa girðingum, fara um hlið eða göngustiga þegar þess er kostur og ef far­ið er um lokuð hlið skal loka þeim eftir að gengið hefur verið um þau. Sérstök aðgát skal höfð í nánd við búsmala, selalátur, varplönd fugla, veiðisvæði og veiðistaði.
                     För manna um landið er ekki á ábyrgð eiganda lands eða rétthafa að öðru leyti en því sem leiðir af ákvæðum annarra laga og almennum skaðabótareglum.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: För um landið og umgengni.
     11.      Við 14. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                     För um ræktað land, sbr. 7. tölul. 3. gr., og dvöl þar er háð samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr. Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í samningi við eiganda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.
     12.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðanna „jörð er frosin og snævi þakin“ í síðari málslið 1. mgr. komi: jörð er snævi þakin og frosin.
                  b.      Síðari málsliður 2. mgr. orðist svo: Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.
     13.      Við 20. gr. Greinin orðist svo:
             Við alfaraleið í byggð er heimilt, sbr. þó 2. málsl. 1. mgr. 14. gr., að tjalda hefðbundn­um viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi, en leita skal leyfis landeiganda eða annars rétthafa áður en tjaldað er nærri bústöðum manna eða bæ og ætíð ef um fleiri en þrjú tjöld er að ræða eða ef tjaldað er til fleiri en einnar nætur.
             Við alfaraleið í óbyggðum, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld.
             Utan alfaraleiðar, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi landsvæði.
             Á ræktuðu landi, sbr. 7. tölul. 3. gr., má aðeins slá upp tjöldum með leyfi eiganda þess eða rétthafa.
             Við tjöldun skal ætíð virða ákvæði 17. gr. um bann við akstri utan vega, svo og gæta fyllsta hreinlætis og varúðar á tjaldstað.
     14.      Við 22. gr. Orðin „eftir atvikum“ falli brott.
     15.      Við 23. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri um­ferð gangandi manna. Þegar girða á yfir forna þjóðleið eða skipulagðan göngu-, hjól­reiða- eða reiðstíg skal sá sem girðir hafa þar hlið á girðingu eða göngustiga.
     16.      Við 30. gr. Orðið „þeirra“ í 3. málsl. falli brott.
     17.      Við 35. gr.
                  a.      Orðin „stórra“ og „eins og kostur er“ falli brott.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Hönnun mannvirkja.
     18.      Við 36. gr. Í stað orðsins „landgræðslu“ komi: uppgræðslu lands.
     19.      Við 37. gr.
                  a.      Við d-lið 1. mgr. bætist: svo og hrúður og hrúðurbreiður, 100 m2 að stærð eða stærri.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                     Leita skal umsagnar Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda áður en veitt er framkvæmda- eða byggingarleyfi, sbr. 27. og 43. gr. skipulags- og bygging­arlaga, nr. 73/1997, til framkvæmda sem hafa í för með sér röskun landslagsgerða skv. 1. mgr. nema fyrir liggi aðalskipulag samþykkt eftir gildistöku laga þessara þar sem umsögn skv. 33. gr. liggur fyrir.
     20.      Við 38. gr. Í stað orðanna „Tilkynna skal“ í 1. mgr. komi: Leita skal umsagnar og tilkynna.
     21.      Við 39. gr.
                  a.      Í stað orðanna „á sviði gróður- og skógverndar“ í 1. mgr. komi: til að vernda skóga og önnur gróðursamfélög.
                  b.      Við greinina bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                     Ekki skal að óþörfu eyða eða spilla gróðri með mosa-, lyng- eða hrísrifi eða á annan hátt.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Vernd skóga og annarra gróðursamfélaga.
     22.      Við 41. gr. Í stað 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Að því leyti sem ekki er kveðið á um í öðrum lögum, svo sem lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, getur ráðherra veitt leyfi fyrir innflutningi, ræktun og dreifingu lifandi framandi lífvera.
             Ráðherra skal í reglugerð kveða á um skráningu, innflutning, ræktun og dreifingu lif­andi framandi lífvera hér á landi, sbr. þó 1. mgr. Þar má m.a. birta skrá yfir tegundir sem óheimilt er að flytja til landsins, svo og yfir tegundir sem heimilt er að rækta hér­lendis og sleppa í villtri náttúru, þar með talið á skógræktarsvæðum.
     23.      Við 44. gr.
                  a.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Þegar sérstök ástæða er til og ætla má að um sé að ræða mannvirki eða mannvistarleifar sem hafi menningarsögulegt gildi skal gera Þjóðminjasafni Íslands, eða aðila sem starfar í umboði þess, viðvart áður en ráðist er í frágang mannvirkja eða mannvistarleifa samkvæmt þessari grein.
                  b.      Á eftir orðunum „og ljóst er“ í 3. mgr. komi: af umfangi aðgerða.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Eignir í hirðuleysi, eyðijarðir og úrbætur.
     24.      Fyrirsögn V. kafla orðist svo: Landslagsvernd.
     25.      Við 47. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Iðnaðarráðherra skal þó leita umsagnar Náttúruverndar ríkisins áður en leyfi er veitt.
                  b.      2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt aðalskipulag sem Náttúruvernd ríkisins og náttúruverndarnefnd hefur gefið umsögn sína um, sbr. 33. gr., skal liggja fyrir umsögn þeirra um framkvæmdina áður en leyfi er veitt.
                  c.      3. mgr. orðist svo:
                     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er eiganda eða umráðamanni eignarlands heimil án leyfis minni háttar efnistaka til eigin nota nema um sé að ræða landslagsgerðir sem njóta verndar skv. 37. gr.
     26.      Við 48. gr. Í stað orðanna „framkvæmdaraðila“ í 1. mgr. og „framkvæmdaraðili“ í 2. mgr. komi: námuréttarhafa, og: námuréttarhafi.
     27.      Við 49. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, 1. málsl., svohljóðandi: Við upphaf efnistöku skal ganga frá gróðri og efsta hluta jarðvegs námasvæðis á þann hátt að auðvelt verði að jafna honum aftur yfir efnistökusvæði.
                  b.      Í stað orðsins „framkvæmdaraðila“ í 2. og 3. mgr. komi: námuréttarhafa.
     28.      Við 50. gr. Við d-lið bætist: og 1. mgr. 54. gr.
     29.      Við 52. gr.
                  a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Þjóðgarðsverðir annast daglegan rekstur þjóðgarða og gera tillögur til Náttúruverndar ríkisins um rekstur þeirra.
                  b.      Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Náttúruvernd ríkisins gerir tillögur um verndaráætlun og landnotkun innan þjóð­garða og skulu þær staðfestar af ráðherra.
     30.      Við 54. gr.
                  a.      Í stað orðanna „í landhelgi“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: innan landhelgi
                  b.      Í stað orðsins „náttúrumyndanir“ í fyrri og síðari málslið 1. mgr. komi: náttúruminjar.
                  c.      Orðið „öðru“ á undan orðunum „menningarlegu sjónarmiði“ í fyrri málslið 1. mgr. falli brott.
                  d.      Í stað orðsins „náttúrumyndanir“ í 2. mgr. komi: náttúruminjar.
                  e.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Friðlýsing náttúruminja í hafi.
     31.      Við 57. gr. Í stað orðanna „stofna með sér samvinnunefnd“ í 1. málsl. komi: gera með sér samvinnusamning og stofna samvinnunefnd.
     32.      Við 60. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                        Í friðlýsingu skal m.a. kveðið á um:
                   a. meginatriði verndunar náttúruminja,
                   b. hversu víðtæk friðunin er,
                   c. að hve miklu leyti framkvæmdir eru takmarkaðar,
                   d. umferð og umferðarrétt almennings,
                   e. notkun veiðiréttar.
                  b.      Í stað orðsins „njóti“ í 2. mgr. komi: fái notið.
                  c.      Á undan orðunum „raski svo“ í 3. mgr. komi: á friðlýstu svæði.
     33.      Við 62. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Náttúruvernd ríkisins skal merkja og veita upplýsingar um friðlýst svæði eftir því sem við verður komið og nauðsynlegt þykir að mati stofnunarinnar.
     34.      Við 65. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „Umhverfisráðherra skal“ í 1. mgr. komi: eigi sjaldnar en.
                  b.      Á eftir orðunum „Náttúrufræðistofnun Íslands“ í 2. mgr. komi: náttúrustofur.
     35.      Við 66. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Áætlunin skal m.a. taka til helstu tegunda búsvæða og vistkerfa hér á landi, svo og jarðmyndana. Við gerð hennar skal m.a. taka tillit til:
         a. menningarlegrar og sögulegrar arfleifðar,
         b. nauðsynjar á endurheimt búsvæða,
         c. nýtingar mannsins á náttúrunni,
         d. ósnortinna víðerna.
     36.      Við 67. gr. Greinin orðist svo:
             Umhverfisráðherra skal gefa út heildstæða náttúruminjaskrá eigi sjaldnar en fimmta hvert ár og birta í Stjórnartíðindum. Birta má hvenær sem er ákvarðanir um ný svæði sem tekin eru á náttúruminjaskrá.
             Náttúruvernd ríkisins skal í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands og hlutaðeigandi náttúrustofur og náttúruverndarnefndir sjá um undirbúning og öflun gagna vegna við­bóta við náttúruminjaskrá og heildarútgáfu hennar.
     37.      Við 70. gr.
                  a.      Í stað orðanna „getur Náttúruvernd ríkisins“ í 1. mgr. komi: geta sveitarfélög, Náttúruvernd ríkisins“.
                  b.      Í stað orðsins „girðingarstiga“ í 1. mgr. komi: göngustiga.
     38.      Við 71. gr. Í stað orðanna „úthlutanir úr honum o.fl.“ í 3. mgr. komi: og úthlutanir úr honum.
     39.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Í stað ártalsins „2000“ komi: 2002.
     40.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Sveitarstjórnir skulu eigi síðar en árið 2002 hafa lokið úttekt á ástandi skv. 44. gr. og skila Náttúruvernd ríkisins skriflegri greinargerð þar að lútandi.