Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1138  —  526. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.

Frá minni hluta umhverfisnefndar.    Minni hlutinn er andvígur þeim breytingum sem í frumvarpinu felast og telur að mun betur hefði þurft að athuga heimildir um að setja gjaldskrár af hálfu sveitarfélaga fyrir eftirlits­skyldu.
    Þá er minni hlutinn andvígur breytingatillögu meiri hlutans þar sem verið er að setja full­trúa atvinnurekenda á hverju eftirlitssvæði inn í heilbrigðisnefndir með fullum réttindum. Slíkt stangast á við eðlilega stjórnsýslu og veitir þeim sem haft skal eftirlit með ákaflega sterka stöðu. Er ólíklegt að slík stjórnsýsla samræmist alþjóðlegum venjum og kann að varða alþjóðlegar skuldbindingar.
    Með vísan til þessa leggur minni hlutinn til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 10. mars 1999.Hjörleifur Guttormsson.