Ferill 585. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1139  —  585. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Frá minni hluta iðnaðarnefndar.



    Frumvarpið er nýkomið fram og var fyrst vísað til iðnaðarnefndar sl. mánudag, 1. mars 1999. Því hefur allt of lítill tími gefist til efnislegrar skoðunar málsins. Tvísýnt verður að teljast að lögleiða þá endurgreiðslu af innlendum kostnaði við framleiðslu kvikmynda sem fyrst og fremst er verið að leggja í vegna gerðar erlendra kvikmynda hérlendis. Í þessu svo­nefnda hvatakerfi getur falist umtalsverð mismunun á aðstöðu innlendra framleiðenda gagn­vart erlendum.
    Með vísan til þessa leggur minni hlutinn til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 10. mars 1999.



Hjörleifur Guttormsson.