Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1184  —  520. mál.




Frumvarp til laga



um breytingar á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 11. mars.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      B-liður 1. mgr. orðast svo: eru metnir til a.m.k. 75% örorku til langframa vegna afleiðinga læknisfræðilega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar.
     b.      Í stað 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Tryggingayfirlæknir metur örorku þeirra sem sækja um örorkubætur samkvæmt staðli sem læknadeild Tryggingastofnunar ríkisins semur á grundvelli afleiðinga læknisfræði­lega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar. Staðallinn skal staðfestur af tryggingaráði og birtur í reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra setur. Tryggingayfirlækni er heimilt að setja það skilyrði að umsækjandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar og viðeigandi endurhæfingu áður en til örorkumats kemur, sbr. 8. gr. laga um félagslega aðstoð.
             Tryggingastofnun er heimilt að semja um kostnað sjúkratrygginga vegna mats á mögu­leikum til endurhæfingar.
     c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Tryggingastofnun ríkisins gefur út örorkuskírteini til þeirra sem metnir eru a.m.k. 75% öryrkjar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 1999.

Ákvæði til bráðabirgða.

     Ákvæði 1. gr. laga þessara gilda um þá einstaklinga sem metnir eru til örorku í fyrsta sinn eftir gildistöku þeirra en ekki um þá sem metnir höfðu verið til örorku samkvæmt ákvæðum eldri laga, nema þeir sæki sérstaklega um það.