Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 17:17:07 (221)

1999-06-14 17:17:07# 124. lþ. 4.4 fundur 3. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[17:17]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að sjálfsögðu að lög um mat á umhverfisáhrifum hljóti að gilda um alla landsbyggðina þannig að ekki eigi að gera greinarmun á því hvort framkvæmdir eru í Reykjavík eða annars staðar enda vænti ég þess að lögunum sé framfylgt.

Hvað seinni hluta spurningarinnar varðar þá skildi ég það þannig að ég ætti að svara því hvað fengist fram með því að umhverfismat færi fram. Ég tel að hafi menn hreinan skjöld í þessu máli þá hafi þeir engu að tapa nema kannski smávegis tíma sem er aukaatriði í öldum tímans. Vanti hins vegar upp á að umhverfisins sé gætt nægilega þá tel ég að umhverfið eigi að njóta þess vafa þannig að ég óttast ekki þá niðurstöðu. Ég tel algjörlega nauðsynlegt að eftir henni sé leitað og þessu mati.