Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


124. löggjafarþing 1999.
Þskj. 16  —  7. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um skuldbindingar á hendur ríkissjóði.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða samninga sem skuldbinda ríkissjóð og voru gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis skrifuðu ráðherrar í síðustu ríkisstjórn undir á tímabilinu frá 1. janúar 1999 til kosninga, 8. maí síðastliðinn?
    Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum og því hvaða verkefni eða framkvæmdir er um að ræða, hver er samstarfsaðili, hvert framkvæmdatímabilið er og hver er áætlaður kostnaður ríkisins.


    Litið er svo á að leitað sé eftir upplýsingum um samninga sem gerðir hafa verið á nefndu tímabili og skuldbinda ríkissjóð umfram það sem fjárlög fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir og krefjast þannig eftirfarandi samþykkis Alþingis. Á þessum grundvelli hafa ráðuneytin látið í té svofelldar upplýsingar:

1. Forsætisráðuneytið.
1.1. Landafundanefnd.
1.1.1. Bronsafsteypa.

Viðsemjandi: Ásmundarsafn.
Verkefni: Bronsafsteypa: Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku.
Tímabil: Samningur gerður 11. febrúar 1999.
Kostnaður: 1,2 millj. kr. árið 2000.

1.1.2. Brattahlíð.
Viðsemjandi: Vestnorræna ráðið.
Verkefni: Hús í Brattahlíð.
Tímabil: Samingur gerður 29. apríl 1999.
Kostnaður: 2 millj. kr. árið 2000.

1.1.3. Landnám Íslendinga í Vesturheimi.
Viðsemjandi: Kvikmyndasjóður.
Verkefni: Kvikmyndaverkefni.
Tímabil: Samningur gerður 27. janúar 1999.
Kostnaður: 9.294 þús. kr. árið 2000.

1.1.4. Vínlandsgátan og Nýja Ísland.
Viðsemjandi: Mál og menning.
Verkefni: Þýðing og útgáfa Vínlandsgátunnar og Nýja Íslands.
Tímabil: Samningur gerður 26. mars 1999.
Kostnaður: 500 þús. kr. árið 2000.

1.1.5. Landafundasýning.
Viðsemjandi: Safnahúsið.
Verkefni: Landafundasýning.
Tímabil: Samingur gerður 9. mars 1999.
Kostnaður: 10 millj. kr. árið 2000.

1.2. Safnahúsið við Hverfisgötu.
Viðsemjandi: Björn Björnsson sýningahönnuður.
Verkefni: Sýningahönnun fyrir fastar sýningar í húsinu.
Tímabil: Gildistími samningsins er til 20. apríl 2000.
Kostnaður: 1.777.500 kr. á samningstímanum.

2. Félagsmálaráðuneytið.
2.1. Málefni fatlaðra í Norðurlandskjördæmi vestra.
Viðsemjandi: Byggðasamlag um málefni fatlaðra í Norðurlandskjördæmi vestra.
Verkefni: Þjónusta við fatlaða.
Tímabil: Samningur tekur gildi 1. apríl 1999 og gildir til 31. desember 2001.
Kostnaður: 141 millj. kr. árið 2000 og 151 millj. kr. árið 2001 auk framlaga vegna stofnkostnaðar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra.

3. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
3.1. Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands.
Viðsemjandi: Náttúrulækningafélag Íslands.
Verkefni: Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands.
Tímabil: Samningurinn gildir til fimm ára frá 1. janúar 2000.
Kostnaður: 248,3 millj. kr. framlag á ári.

3.2. Heilbrigðisþjónusta í fangelsum á höfuðborgarsvæðinu.
Viðsemjandi: Heimilislæknastöðin Lágmúla.
Verkefni: Heilbrigðisþjónusta í fangelsum á höfuðborgarsvæðinu.
Tímabil: Samningurinn gildir til sex ára frá 1. janúar 1999.
Kostnaður: 6,9 millj. kr. á ári.

3.3. Heilbrigðisþjónusta í fangelsinu að Litla-Hrauni.
Viðsemjandi: Heilbrigðisstofnunin Selfossi.
Verkefni: Heilbrigðisþjónusta í fangelsinu að Litla-Hrauni.
Tímabil: Samningurinn gildir ótímabundið frá 1. janúar 1999. Uppsagnarfrestur er 12 mánuðir.
Kostnaður: 12 millj. kr. á ári með endurskoðunarákvæði.

3.4. Hjúkrunarheimilið Hvammstanga.
Viðsemjandi: Heilbrigðissamlag Vestur-Húnavatnssýslu.
Verkefni: Verklok við Hjúkrunar- og dvalarheimilið á Hvammstanga.
Tímabil: Verklok á næsta ári.
Kostnaður: 8.195 þús. kr. á næsta ári.

3.5. Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri
Viðsemjandi: Akureyrarbær og Fjórðungssjúkrahús Akureyrar.
Verkefni: Viðaukasamningur um verklok við barnadeild FSA.
Tímabil: Verkinu á að ljúka á yfirstandandi ári.
Kostnaður: Samningsfjárhæðin er 163 millj. kr., þar af eru 36,6 millj. kr. bundnar fyrirvara um samþykki Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2000.

3.6. Heilsugæslustöð í Fossvogi.
Viðsemjandi: Markús ehf.
Verkefni: Viðbótarsamningur til að flýta verklokum.
Tímabil: Verkinu á að ljúka í júlí 1999.
Kostnaður: 2,9 millj. kr. á næsta ári, þar af er hluti ríkissjóðs 85%.

4. Landbúnaðarráðuneytið.
4.1. Verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998.
Viðsemjandi: Bændasamtök Íslands (Framleiðnisjóður landbúnaðarins).
Verkefni: Verkefni á sviði jarðabóta, búfjárræktar og leiðbeiningarstarfsemi. Atvinnuuppbygging í sveitum og verkefni sem stuðla að aukinni framleiðni í íslenskum landbúnaði.
Tímabil: 5. mars 1999 til 31. desember 2003.
Kostnaður: 424,2 millj. kr. árið 2000, 439,2 millj. kr. árið 2001, 439,2 millj. kr. árið 2002 og 474,2 millj. kr. árið 2003.

5. Menntamálaráðuneytið.
5.1. Samkomulag um byggingarframkvæmdir við Háskólann á Akureyri.
Viðsemjandi: Samkomulagið er milli menntamálaráðherra og fjármálaráðherra en rektor Háskólans á Akureyri skrifar einnig undir það.
Verkefni: Byggingaráfangi II.
Tímabil: 2000–2003.
Kostnaður: Heildarkostnaður er 354 millj. kr., þar af 130 millj. kr. árið 2000, 97 millj. kr. árið 2001, 73 millj. kr. árið 2002 og 54 millj. kr. árið 2003.

5.2. Samningur um rekstur myndlistarmenntunar á háskólastigi.
Viðsemjandi: Listaháskóli Íslands.
Verkefni: Yfirtaka Listaháskóla Íslands á starfsemi Myndlista- og handíðaskólans.
Tímabil: Gildistími samningsins er frá 1. ágúst 1999 til 1. ágúst 2001.
Kostnaður: Samningurinn felur ekki í sér skuldbindingar umfram fjárlög á árinu 1999. Miðað við óbreyttar aðstæður má gera ráð fyrir að nýjar skuldbindingar vegna samningsins á fyrri hluta ársins 2000 verði um 8 millj. kr. Þá er eftir að ákveða framlög fyrir seinna starfsárið en gert er ráð fyrir að það verði gert á grundvelli reiknilíkans fyrir háskólastig, sem lög um háskóla gera ráð fyrir að framlög til háskóla taki mið af.

6. Samgönguráðuneytið.
6.1. Samningur um markaðsráð ferðaþjónustunnar.
Viðsemjandi: Fjármálaráðherra, Samtök ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborg.
Verkefni: Stofnun markaðsráðs ferðaþjónustunnar.
Tímabil: Gildistími er frá undirritun 17. mars 1999 til 31. desember 2002.
Kostnaður: 30 millj. kr. árið 1999, 50 millj. kr. árið 2000, 50 millj. kr. árið 2001 og 50 millj. kr. árið 2002.

7. Viðskiptaráðuneytið.
7.1. Kynning á alþjóðlegum viðskiptafélögum.
Viðsemjandi: Verslunarráð Íslands og Fjárfestingarstofan.
Verkefni: Kynning á alþjóðlegum viðskiptafélögum.
Tímabil: 1999 og 2000.
Kostnaður: 15 millj. kr. framlag til kynningar á yfirstandandi ári og 6 millj. kr. launakostnaður vegna starfsleyfisnefndar á árunum 1999 og 2000.

    Önnur ráðuneyti hafa upplýst að engir samningar hafi verið gerðir á umræddu tímabili sem skuldbindi ríkissjóð umfram það sem fjárlög gera ráð fyrir.