Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

Þriðjudaginn 01. febrúar 2000, kl. 14:13:10 (3771)

2000-02-01 14:13:10# 125. lþ. 53.1 fundur 272. mál: #A jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla# (heildarlög) frv. 96/2000, GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 125. lþ.

[14:13]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Pétur H. Blöndal, því miður held ég að við vinnum seint bug á samtryggingarkerfi karla í valdastofnunum. En frv. er þannig úr garði gert að möguleiki er á því að við fáum opna umræðu. Við höfum náð langt. Nú eru konur t.d. orðnar 30% þingheims sem var ekki áður. Hins vegar veit ég ekki hvort konur fái tækifæri, við fáum kannski fyrst og fremst tækifæri ef við jöfnum hlutfallið milli karla og kvenna og náum því að fjölskylduábyrgðin verði jöfn þannig að konur séu jafnt ráðnar til starfa þrátt fyrir barneignir og fæðingarorlof og að karlar standi jafnfætis í þeim málum.