Rannsóknir á tveimur sjóslysum

Miðvikudaginn 16. febrúar 2000, kl. 14:36:40 (4421)

2000-02-16 14:36:40# 125. lþ. 65.3 fundur 278. mál: #A rannsóknir á tveimur sjóslysum# fsp. (til munnl.) frá samgrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 125. lþ.

[14:36]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Hallvarðssyni fyrir að hreyfa þessu máli. Það er mjög langt síðan þessi slys áttu sér stað. Hins vegar er forvitnilegt og ástæða til þess að spyrja hæstv. ráðherra þegar skoðanir eru skiptar hvað varðar ástæður þess að Dísarfellið sökk, hvort rannsóknin er þá talin ófullnægjandi og að henni sé í raun ekki lokið og það þurfi að fara betur yfir þær niðurstöður sem honum hafa borist. Jafnframt teldi ég ástæðu, virðulegi forseti, til þess að umhvrh. skilaði endanlegri skýrslu hvað varðar hreinsun og frágang á strandstað Vikartinds. Á sínum tíma voru mjög miklar umræður um það hvernig staðið var að allri ákvarðanatöku og verklegri framkvæmd við hreinsunina og ég teldi ástæðu til þess, virðulegi forseti, að við færum fram á slíka skýrslu.