Lögbinding lágmarkslauna

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:04:22 (4575)

2000-02-21 15:04:22# 125. lþ. 67.1 fundur 326#B lögbinding lágmarkslauna# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:04]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. svarið. Það er rétt að ágreiningur hefur verið uppi um hvernig eigi að líta á málið en ég tel að svarið sem kom hér fram hafi verið á jákvæðum nótum og ég vonast til þess að þetta mál verði skoðað mjög rækilega.

Ég minni á að í umræðu um daginn þar sem verið var að ræða um skilgreiningu fátæktarmarka kom hv. þm. Hjálmar Jónsson fram með hugmynd um að skipa nefnd til að fara vísindalega og faglega ofan í þetta mál og ég hvet eindregið til þess að það verði gert.