Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 11:02:06 (4802)

2000-02-24 11:02:06# 125. lþ. 71.5 fundur 260. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða# (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða) frv. 56/2000, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[11:02]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Svarið við fyrri spurningunni, um hverjir eigi þessa sjóði, liggur auðvitað í augum uppi. Það eru sjóðfélagarnir sjálfir, sem borga til sjóðanna. Varðandi spurninguna um hvort kjör til stjórnar sé nægjanlega lýðræðislegt þá er ég sammála hv. þm. um að það sé ekki nægjanlega lýðræðislegt. Ég tel að skoða eigi þá tillögu sem hér liggur fyrir frá hv. þm. um að kjör til stjórnar lífeyrissjóðanna verði opnara og lýðræðislegra en verið hefur.